Mímir - 01.04.1973, Page 5

Mímir - 01.04.1973, Page 5
ÓLÖF BENEDIKTSDÓTTIR: SKYGGNZT UM í HEIMI DÆGURVÍSU JUTGERÐ TIL B.A. PRÓFS í ÍSLENZKU í SEPTEMBER 1971 Formáli Jakobína Sigurðardóttir er fædd að Hælavík á Hornströndum 8. júlí 1918. Hún er nú búsett að Garði í Mývatnssveit, þar sem hún stundar ritstörf sín auk húsmóðurstarfa. Sem rithöfundur er Jakobína tiltölulega ung. Fyrsta bók hennar kom út árið 1959- Þessar bækur hafa komið út eftir hana: Sagan af Snæbjörtu Eldsdóttur og Ketilbjörtu Kotungsdóttur, ævintýri, 1959. Kvæði, 1960. Punktur á skökkum stað, smásögur, 1964. Dægurvísa, skáldsaga, 1965. ’Snaran, skáldsaga, 1968. Sjö vindur gráar, smásögur, 1970. Auk þess hefur Jakobína samið blaðagreinar og erindaflokk í útvarp. Eins og sjá má af þessari upptalningu, hefur Jakobína fengizt við Ijóðagerð, auk skáldsagna — og smásagnagerðar. Við lestur sagna Jakobínu kemur einnig í ljós, að þær eru mjög fjölbreyti- legar að formi. Helztu kostir Jakobínu sem rithöfundar eru formsnilld, félagslegt raunsæi og eðlilegar pers- ónulýsingar. Þetta tvennt síðarnefnda fléttar hún mjög saman. Með hverri nýrri bók hefur hróður Jakobínu og vinsældir aukizt. Fyrstu bókum hennar var lítill gaumur gefinn. Smásagnasafnið vakti nokkra athygli, en það var fyrst með Dægur- vísu, að verðugur áhugi vaknaði á höfundi hennar. Sú bók hlaut miklar vinsældir meðal bókaunnenda. Hún var lögð fram af hálfu ís- lands við úthlutun bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs fyrir árið 1966. Enn meiri athygli og umræður vakti þó hin pólitíska skáldsaga Snaran, og með henni skip- aði Jakobína sér sess meðal fremsm rithöfunda þjóðarinnar. Þess má geta, að nú í ár, 1971, hlaut Jakobína skáldalaun í fyrsta sinn. Bækur Jakobínu hafa allar hlotið jákvæða dóma gagnrýnenda. Um Dægurvísu segir Erlendur Jónsson í Morgunblaðinu: „Um hæfileika Jakobínu sem rithöfundar er ekki að efast. Ekki þarf heldur að fara í graf- götur um mannþekking hennar og lífsskilning, né heldur túlkunargem á listrænum vettvangi."1 Einar Olgeirsson segir í Rétti: „Og það er ekki um það að ræða, að „Dægur- vísa" er einhver bezta listnæmast unnin af þeim skáldsögum, sem birzt hafa um langt skeið."2 Sjálf vil ég taka fram, að lestur bóka Jakobínu hefur veitt mér mikla ánægju og fróðleik. Samn- ing þessarar ritgerðar, og þar með endurtekinn lestur á Dægurvísu, hefur með hverjum degi aukið álit mitt á list þessa höfundar. Helzm vandamál, sem upp hafa komið við samningu þessarar ritgerðar, em sprottin af eigin vanþekkingu á nútímabókmenntafræði. 1 Erlendur Jónsson: Dægurvísa Jakobínu. Morgunbl. 5. des. ’65, bls.8—9. 2 Einar Olgeirsson: Jakobína Sigurðardóttir: Dægur- vísa. Réttur ’66, bls. 86. 5

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.