Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 9

Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 9
Víðast hvar er frásögnin í 3. persónu, en einnig koma fyrir samtöl í 1. persónu. Sam- tölin eru ýmist leidd af sögumanni: „ — Og finnst þér það of hátt? spyr hún óþarflega hvasst. — Ja, það er náttúrlega full- hátt fyrir mig, en sjálfsagt ekki of hátt fyrir þig, segir hann hlutlaus."1 eða sjálfstæð, með innskotum sögumanns: „ — Og veiztu hver fær þetta? „ — Já, hann er skólabróðir minn og meir að segja að heiman. Hann hlær kuldalega. — Prófin hafa lítið að segja. — Nú? Hvað er það þá?"2 Oft er þessu tvennu blandað saman í einu samtali. Enda þótt frásögnin sé víðast í 3. persónu, er sjónarhornið síður en svo alltaf sögumannsins. Hann sér ekki aðeins inn í hug- skot persónanna, heldur einnig út frá þeirra sjónarhorni og dylur sig þannig að baki þeim. Frásögnin er eftir sem áður í 3. persónu, og sögumaður skýtur oft inn athugasemdum: „Móðirin þrýstir honum að sér þungum hönd- um af kvíða fyrir deginum, klappar máttleysis- lega á herðar hans, svo að grámrinn sefast. O, að hann væri feitur eins og önnur börn. Fólk tekur feit börn í fangið og langar til að lcyssa þau á kinnarnar."3 Þannig flyzt sjónarhornið á að minnsta kosti ellefu persónur, auk sögumanns og hins persónu- gerða húss. I hinum átta köflum, sem fjalla einkum um húsið sem heild og umhverfi þess, er algengast, að sjónarhorn sögumanns ríki. I köflunum, sem fjalla um hinar ýmsu persónur og líf þeirra, er það hins vegar algengara, að sjónarhorn persónanna ríki. I nokkrum köflum má heita, að sögumaður sé hvergi nærri, t. d. bls. 19—-25, þar sem afi hugsar. A sex síðum eru aðeins fjórar setningar frá sjónarhorni sögumanns. Algengast er, að í hverjum kafla komi fram tvö sjónarhorn, þ. e. sögumanns og einnar persónu. I tveim köflum, bls. 160—168 og 53—56, koma þó fram tvö sjónarhorn auk sögumanns. Það, sem einkum er áberandi við stílblæ þess- arar sögu, er Ijóðrænan, sem svo víða kemur fram. Þetta sést bezt, þar sem höfundur hefur frjálsastar hendur við lýsingu umhverfis, þ. e. í köflunum um húsið: „Það hafa fallið skúrir meðan bærinn svaf. Ekki þessar stóru hvolfur, sem dynja á götunni dropi í dropa, óslitinn straumur beint niður úr himninum, ofsafengnar eins og tár ástríðu- heitrar konu, heldur gegnsæjar skúrir, hlýjar í logninu, hljóðar eins og tár ellinnar, skærar og léttar eins og tár bernskunnar."4 Hér er bærinn persónugerður, eins og raunar húsin, gatan og öll náttúran eru í þessari sögu. Notaðar eru ljóðrænar líkingar, andstæður og endurtekningar: „Droparnir slíta handabandið og detta einn og einn í einu. Og loks eru þeir komnir allir, og sólin gægist fram á milli skýja og speglar sig í dropunum, hrein eins og stássmey, nýrisin úr morgunbaði, þessi gamla, nýja, elskulega sól."5 Hér er aftur persónugerving og líking. Þessu bregður einnig fyrir í öðrum köflum í einræðu höfundar, t. d. þar sem hann lýsir athöfnum skötuhjúanna. I þessu dæmi má sjá orð frá ólíkum hugtakasviðum falla saman og verða að mynd: „Síðan hvíla þau þegjandi milli vöku og draums, og músíkin sameinast sólvermdri hálf- birtunni í kyrrlátri ástúð, sem leikur hálf- skynjuð um vitund þeirra."6 Eitt er það stílbragð, sem höfundur notar nokkuð í sögunni, en það er að Ijá nokkrum persónum sitt sérstaka málfar. Afi notar stundum gamaldags, eða a. m. k. sjaldgæf orð og orðasambönd í máli sínu: „Það gerir honum ekki svo mikið til, nema 1 Dægurvísa 1965, bls. 91- 2 Dægurvísa 1965, bls. 54. 3 Dægurvísa 1965, bls. 7. 4 Dægurvísa 1965, bls. 5. 5 Dægurvísa 1965, bls. 119. 6 Dægurvísa 1965, bls. 34—35. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.