Mímir - 01.04.1973, Side 16

Mímir - 01.04.1973, Side 16
Mynd þessa fólks sýnir jafnframt líf og örlög fjölda manna á Islandi á síðari hluta 20. aldar. Sumt fólk er hamingjusamt, annað ekki. En allir reyna með einhverju móti að öðlast ham- ingjuna. Hver einstaklingur fer þar sína eigin leið. Hvað er það þá, sem höfundur Dægurvísu telur hamingju? A aftari kápusíðu bókarinnar segir: „Sjálft lífsundrið er dásamlegt og það er dýrlegt að vera tii. AUt, sem stuðlar að eðli- legri lífsnautn og þroska er því gott, — en hitt verður ekki afsakað né fyrirgefið, sem ógn- ar lífinu sjálfu eða kreppir að eðlilegri þróun mannsins." Þessi orð túlka vel þann höfuðboðskap, sem sagan hefur að flytja. Eins konar viðlag í sögunni er söngur þrast- anna í garðinum. „Lifa — lifa", sem raunar öll náttúran tekur undir. „Það er engu líkara en fólkið sé að verða eins og þessi grös og lauf og fuglar og blóm og laukar þarna úti í garðinum, sem iða og springa út og spíra niðri í moldinni, og allt tekur undir hvað með öðru: Lifa — lifa."1 Til að geta fundið þessa nautn lífsins, verður fólk að þora að lifa lífinu, láta undan innsm þrám sínum um ást og umhyggju og vera í sem nánustum tengslum við náttúruna. Gangur lífs- ins er að lifa, starfa og auka kyn sitt, en deyja síðan, þegar hlutverki manns er lokið. En jafn- framt á maður að njóta lífsins, því annars væri þessi hringrás næsta tilgangslaus. Tákn þessa eru þrestirnir í garðinum: „Og meðan garðurinn blómgast og laufgast, syngja þrestirnir: lifa — lifa, bíðandi þess að litlir, ófleygir, ófiðraðir ungar sprengi þunna skurn eggjanna, sem þrestlan verpir bráðum í hreiðrið í trénu í miðjum garðinum. Bíða syngj- andi. Syngja eins og garðurinn blómstri og sól- in skíni og húsið hafi verið reist vegna jæirra einna."2 I þessari mynd sinni sýnir höfundur ýmis mein, sem þrífast í íslenzku nútímaþjóðfélagi. Hún bendir ekki á Ieiðir til úrbóta, heldur sýnir lesanda sínum þessi mein í skýru Ijósi með því að setja sig í spor hinna ýmsu persóna. Vegna þess, hve hin þjóðfélagslegu mein eru nátengd vandamálum persónanna í þessari bók, hefur verið minnzt á þau flest í kaflanum um persón- urnar. Hér eru þau helztu tekin saman: Hvað á að verða um gamla fólkið? Hið taumlausa lífsþægindakapphlaup. Vandamál unglinganna í peningaþjóðfélag- inu. Vanmat á vinnunni og auðmýking hins snauða verkamanns. Mismun einstæðra og giftra mæðra og barna þeirra og hvers vegna sumum feðrum leyfist að skjóta sér undan ábyrgð á börnum sínum. Mismunandi uppeldi kynjanna, sem gerir konuna að þræli og óæðri veru. Hvers vegna fá karlmenn að stjórna öllu í heiminum? Smáborgaraskapur og rangt uppeldi barna, sem veldur því, að þau fara á mis við lífs- hamingjuna. Misjöfn aðstaða til náms og valda eftir efn- um og stjórnmálaskoðunum. Sú stefna stjórnvalda. sem neyðir bændur til að hætta búskap. Einangrun lista og listamanna frá venjulegu fólki, sem þannig nær ekki að þroska smekk sinn á list nútímans. Spilling af völdum hersetunnar. Áróður, sem troðið er inn á saklaust fólk, og veldur, að það breytir gegn sannfæringu sinni og hleður undir auðjöfra og stríðsgæð- inga. Um margt af þessu hefur höfundur fjallað í öðrum verkum sínum. „Snaran" fjallar að nokkru um hernámið og hnignun bændaþjóðfélagsins. I smásögunum „Punktur á skökkum stað" og „Lífshætta" er fjallað um spillingu af völdum varnarliðsins. „Lífshætta" og smásagan „Móðir, kona, 1 Dægurvísa 19'65, bls. 98. 2 Dægurvísa 1965, bls. 175. 16

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.