Mímir - 01.04.1973, Side 21
FRÍÐA Á SIGURÐARDÓTTIR:
ÞJÓÐFÉLAGSIEG OG STJÓRNMÁLALEG EFNI
í KVÆÐUM JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR
Þegar farið er yfir kveðskap Jónasar Hallgríms-
sonar á síðari hluta 20. aldar út frá þjóðfélags-
legu og stjórnmálalegu sjónarmiði, þá vekur
það nokkra furðu við fyrstu yfirferð, að eftir-
tekjan virðist ekki mikil. Einkum er þetta ein-
kennilegt, ef hafður er í huga hinn brennandi
áhugi Jónasar á landi og þjóð, og ekki síður
að hann yrkir meiri hluta ljóða sinna á því
tímabili, sem Sverrir Kristjánsson, sagnfræðing-
ur, kallar gróskumesta skeiðið á pólitískum
þroskaferli þjóðarinnar.1 En þegar farið er að
rýna betur í ijóðin, og sögulegur bakgrunnur
hafður í huga, sést, að eftirtekjan er meiri en
maður hyggur.
Ein skýringin er sjálfsagt sú, að okkur, sem
alin erum upp við gífur- og stóryrðaflaum ís-
lenzkra stjórnmála í fjölmiðlum nútímans, hætt-
ir til að sjást yfir allt það, sem ekki er skorinn
sami stakkur. En orðaglamur var nú einu sinni
ekki tónn Jónasar. 011 erum við börn okkar
tíma, og til að skilja þjóðfélagslega og pólitíska
ádeilu í ijóðum Jónasar verðum við að kanna
þann tíma, er hann lifði á. Við, sem lifum í
dag, eigum erfitt með að gera okkur grein fyrir
því, að ekki þótti öllum Islendingum, sem uppi
voru á fyrri hluta 19- aldar, það sjálfsagður
hlutur að berjast fyrir innlendri stjórn, heldur
töldu slíkt „nýjabrum" og jafnvel „óðs manns
æði."2 Er því hollt að líta á, hvað Magnús
Stephensen, konferensráð í Viðey, sagði um bar-
áttu „róttæku" aflanna í Kaupmannahöfn á
öndverðri öldinni: „Máske eldi það eftir af
fornum Republicanisme, að unglingar ný-
skroppnir úr skóla og sem taliter qualiter kókl-
ast hafa gegnum lta eða 2að Examan og ætla
að fara að læra nokkuð til gagns, halda sig sem
borna eða kallaða fyrir tímann til Islands vís-
inda- eða stjórnmála taumhalds, án kóngs köll-
unar, rétt af sjálfsdáðum."3 Þetta segir hinn
konunglegi embættismaður Magnús Stephensen,
og var hann ekki einn um þessa skoðun.
En þótt reynt sé að finna anda liðins tíma
í ýmsum samtímaheimildum og skáldskap, þá
verður það aldrei öll sagan. Með þann óvissa
bakgrunn í huga, vil ég nú líta á ijóð Jónasar
út frá þjóðfélagslegu og pólitísku sjónarmiði.
Styðst ég við útgáfu Matthíasar Þórðarsonar,
Rit eftir Jónas Hallgrímsson, I. Rv. 1929, og
fer ég eftir þeirri tímaröð, sem þar er gefin
upp, nema annars sé getið.
Skal fyrst litið á þau ljóð, sem Jónas yrkir
á skólaárum sínum í Bessastaðaskóla árin
1826—29. Ekki fer mikið fyrir þjóðfélagslegri
ádeilu í þessum skólakveðskap Jónasar. Er það
ef til vill ekki svo einkennilegt, ef hugsað er
til, hvernig skólinn var uppbyggður. Páll Mel-
sted lýsir í endurminningum sínum lífinu á
Bessastöðum svo: „Allt var mjög einfalt og
óbrotið, mér liggur við að segja, þar var margt,
sem minnti á Spörtu hjá Grikkjum. ... Líkam-
inn varð þar harður og hraustur, það gjörðu
glímurnar, knattleikurinn og sundið, ásamt kröft-
ugri og nógri fæðu, sálin varð forneskjuleg og
hálfklassísk,.. ."4 Engu að síður yrkir Jónas
þarna tvö mjög harðorð ádeilukvæði á kaup-
mannavaldið, Skraddara-þankar um kauþmann-
inn, með undirtitlinum Breytt kvæði, (Rit, bls.
10—11), og Kvölddrykkjan, (Rit, bls. 18—20).
21