Mímir - 01.04.1973, Síða 23
jafnan farið vel á með honum og Ulstrup."9
Hið hálfdanska þorp Reykjavík hafði um 600
íbúa á þessum tíma. Flestir hinna íslenzku
embættismanna sátu í nágrenni við þorpskjarn-
ann, en yfirstétt hans var aðallega kaupmenn,
verzlunarstjórar og danskir embættismenn. En
þótt ekki séu til miklar heimildir um það, hvern-
ig Jónasi líkaði lífið á þessum árum, þá læðist
að manni sá grunur, að honum hafi ekki þótt
svo leitt smáborgaralífið í Reykjavík. Hann
hefur tryggt kaup, unir starfi sínu þokkalega,
er tíður gesmr í veizlum „heldra fólksins", og
heldur sig vel. Lítið fer fyrir þjóðfélagslegum
skáldskap, hvað þá pólitískum, hjá Jónasi á
þessum árum. Má nefna sem dæmi, að hann
mærir mjög í Ijóði Hoppe stiftamtmann í ágúst
1829, en Hoppe var þá að fara utan til annarra
starfa, og talar Jónas þar um kónginn sem
„landsins föður":
En landsins faðir,
sem lagði þér
verðug völd í skaut,
metur mannkosti
að maklegleikum, —
heiðri og hylli launar.
(Við burtför stiftamtsmanns Hoppe...
bls. 29—31).
Og þetta konungalof á eftir að heyrast oftar
í Ijóðum Jónasar. Jónas yrkir þó nokkuð á
dönsku á þessum árum, og er það raunar í einu
þessara dönsku ljóða, sem endurómur heyrist
frá Ijóðinu Nótt og morgunn. Er það í Ijóðinu
Ved en fest i Reikevig. I anledning af Prins
Ferdinands Formæling, (Rit, bls. 239—241).
Ljóðið er 8 erindi, og af þeim eru 5 fyrstu
erindin óður til lands og þjóðar, en svo virðist
Jónas minnast þess, hvers vegna hann er að
yrkja, og síðusm 3 erindin eru hamingjuóskir til
Ferdinands og Caroline. Jónas yrkir þarna um
hina stórkostlegu og skáldlegu náttúru landsins,
og verndaranda lands og þjóðar, sem harmar:
... den svundne styrke, glemte Hæder,
det faldne Navn.
Skólabræður Jónasar, sem komnir voru til
náms í Kaupmannahöfn, þreytast ekki á því að
hvetja Jónas til að koma á eftir þeim. Einkum
er Tómas Sæmundsson iðinn við að ögra og
hvetja Jónas í bréfum sínum: Þú hugsar nú
víst ekki um annað en hvað mikill maður þú
varst, þegar þú, alfarinn úr skólanum, settist
niður í höfuðstaðnum sem amanúensis hjá land-
fógetanum, — dönskum manni!", segir Tómas
í bréfi til Jónasar, og upplýsir hann um leið
um, að „í 20 ára kontórtíð" læri menn ekki
annað en að skrifa fallega, „en það er þá það
sem börnin læra þegar þau eru á 10. árinu."10
Hvatning vinanna og löngun til frekara náms
ber loks þann árangur, að Jónas leggur land
undir fót, og fer til Kaupmannahafnar til að
nema lög árið 1832. — Ef til vill hefði Jónas
orðið hamingjusamari sem reykvískur 19. aldar
smáborgari hér heima, því að hans beið ströng
og erfið leið, en Tómasi og vinum hans eiga
Islendingar ógoldna skuld fyrir þrautseigju sína
við að tosa ungann úr hreiðrinu.
Nú kemur löng þögn á skáldskaparferli
Jónasar. Margt kemur til að Jónas staldrar nú
við. Franska júlíbyltingin 1830 hafði mjög
mikil áhrif í Skandinavíu, og þó einkum í
Danmörku. „Eftir árið 1830 voru um alla
Norðurálfuna miklar og megnar hreyfingar til
frelsis og framfara. Þjóðernistilfinningin var
rík, frelsisþráin mikil. Júlíbyltingin í Frakk-
landi hafði ósjálfrátt haft þau áhrif á hjörmn,
að menn sáu nú brestina hver hjá sinni þjóð,
og höfðu dirfsku til að hyggja til breytinga."11
segir Hannes Hafstein í ævisögu sinni um Jónas.
Ein bein afleiðing frönsku júlíbyltingarinnar
varð m. a. sú í Danmörku, að Friðrik VI. gaf
út tilskipan sína 28. maí 1831 um stofnun
ráðgefandi stéttaþinga, 1 fyrir hvort hertoga-
dæmanna, 1 fyrir Jótland og 1 fyrir Eydani, en
þar skyldu Islendingar eiga fulltrúa. En ýmsum
Islendingum þótti þetta lítið góð hugmynd hjá
konungi, eins og sjá má af bæklingi Baldvins
Einarssonar frá 183212 sem síðar verður í
mörgum atriðum stefnumótandi fyrir Jónas og
félaga hans. Islendingum í Kaupmannahöfn,
23