Mímir - 01.04.1973, Síða 28

Mímir - 01.04.1973, Síða 28
Og er hann kveður eftir Bjarna Thorarensen, þá verður honum það huggun, að Bjarni þurfi ekki að lifa það, að sjá alþingi endurreist í Reykjavík: Hlægir mig eitt, það, að áttu því uglur ei fagna, ellisár örninn að sæti og á skyldi horfa hrafnaþing kolsvart í holti fyrir haukþing á bergi. ... (Bjarni Thórarensen bls. 97—98). Hlaut Jónas ámæli fyrir þetta erindi og segir hann um það í bréfi til J. Steenstrup 1841: „den samme Dag (þ. e. er Bjarni dó) digter jeg paa Hesten en Vise, som vel ikke er af de slett- este, men saa er de mig svært paa Halsen, fordi at jeg skal have fornærmet „de kommende Slægter", de dumme Mennesker!"21 En lengst nær Jónas í eftirmælunum um Séra Þorstein Helgason (Rit, bls. 102—104), líklega ort 1841.22 Það gætir nokkurrar óþolinmæði í þessu fagra erindi: Veit þá enginn, að eyjan hvíta átt hefir daga þá, er fagur frelsis-röðull á fjöll og hálsa fagurleiftrandi geislum steypti? Veit þá enginn, að oss fyrir löngu aldir stofnuðu bölið kalda, frægðinni sviftu, framann heftu, svo föðurláð vort er orðið að háði? Skáldið notar hér stílbragðið anafóru, í þessu erindi og í tveimur næstu, til að gefa orðum sínum aukna áherzlu. Og hann heldur áfram: Veit þá enginn, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki að hrista,... Það er sársaukakennt óþol í þessum erindum, sem nær hámarki sínu í lokaerindinu: Og góður sonur getur ei séna göfga móður, með köldu blóði, viðjum reyrða og meiðslum marða, marglega þjáða, og fá ei bjargað. ... Síðustu æviár sín, 1842—1845, dvelst Jónas ýmist í Kaupmannahöfn eða Sórey. I Sórey var hann árin 1843—44 hjá danska náttúrufræð- ingnum Japhetus Steenstrup, en hann hafði stundað náttúrurannsóknir með Jónasi á Islandi í tvö sumur. Var Steenstrup orðinn lektor í Sórey, og bauð hann Jónasi að dvelja hjá sér, svo að þeir gætu unnið úr því efni, er þeir höfðu safnað í leiðöngrum sínum. Þarna leið Jónasi mjög vel. Honum og Steenstrup féll ágæt- lega að vinna saman og voru mjög samrýmdir, og þarna fær Jónas loks tækifæri til að sinna hugð- arefnum sínum áhyggjulaus og í næði. Jónas segir í bréfi til Páls Melsted yngra 1843: „Ég lifi hér annars eins og blóm í eggi; — ég er hjá Steenstrup og við erum í samvinnu að fást við islandica... — og til hvíldar geng ég eða ríð eða keyri um landið og skógana hér í kring,.. ,"23 Og nú yrkir Jónas Annað kvœði um alþing 1843 (Rit, bls. 117—118), í tilefni „tilskip- unar konungs um alþing 8. marz,... I 2. gr. var þar ákvæði um, að á alþingi skyldu eiga sæti 20 þjóðkjörnir þingmenn... og allt að 6 kon- ungkjörnir, og í 40. gr. var ákveðið, að alþingi skyldi fyrst um sinn haldið í Reykjavík."24 Jónas og skoðanabræður hans hafa nú beðið ósigur. Alþingi verður háð í Reykjavík. Og hann er ómildur í orðum um hina nýju skipan: Og lifði vel — og lízt það sé löglegt verk, þó að fjórtán manns þjóðina mína hneppi í hlé; hún á að vera þrælafans,... og hann er bitur út í andstæðinga sína: ... og þeir sem að hittu á þennan veg, þeir eru sigldir eins og ég,... En hann hefur ekki enn gefizt upp: ... Hefndardagurinn eftir er, „en enginn veit nær þetta sker"; samt sem áður held ég hitt, hver muni seinast éta sitt. Jónas er ekki búinn að tala út um alþingið í Reykjavík, 1844 yrkir hann hið kuldalega skop- 28

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.