Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 30

Mímir - 01.04.1973, Qupperneq 30
Sveitabýli Jónasar eru ekki fátæklegir moldar- kofar, heldur þvert á móti glæst góðbýli. Og sjómenn hans eru fengsælir karlar og fiskisælir. Hin efnahagslega fyrirmynd þjóðarinnar á að vera fornöldin með bændaþjóðfélagi sínu. Umheimurinn og vandamál hans eru utan sjóndeildarhrings Jónasar. Það er skiljanleg af- staða, því að nóg þurfti að bæta og vinna heima fyrir. Allt hverfur í skuggann fyrir þeirri brenn- andi pólitísku hugsjón, að alþingi Islendinga verði endurreist. Og í anda rómantísku stefn- unnar kemur aðeins einn staður til greina, hinn forni þingstaður, Þingvellir. Andstaða Jónasar við Reykjavík sem þingstað byggist á róman- tískum, tilfinningalegum ástæðum, og bæði hann og aðrir Fjölnismenn eru eins grunlausir og börn í móðurkviði um, að endurreisn al- þingis í Reykjavík verði upphaf innlendrar höfuðborgar. Hið hálfdanska þorp er Jónasi þyrnir í auga, það er bændamenninguna sem á að efla í anda Eggerts Olafssonar. Stjórnmálalegt lokatakmark er í augum Jónasar og vina hans innlend stjórn, endurreisn alþingis á Þingvöll- um. Að næsta skrefið í sjálfstæðisbaráttu þjóð- arinnar hlyti óhjákvæmilega að verða að slíta öll stjórnarfarsleg tengsl við Danmörku, virðist aldrei hvarfla að þeim Fjölnismönnum, frekar en flestum öðrum samtímamönnum þeirra. I dag, þegar saga sjálfstæðisbaráttunnar liggur fyrir, finnst manni sú hugsun sjálfsögð, en svo hafur greinilega ekki verið þá. Slíkt er skiljan- legt, nývaknaður maður skynjar aðeins nánasta umhverfi sitt, og Jónas og félagar hans voru rétt að bregða blundi í stjórnmálalegum skiln- ingi. Engu að síður er framlag Jónasar og Fjöinis- manna til endurreisnar íslenzkrar þjóðarvitund- ar ómetanlegt. Og það er mikill sannleikur í orðum Halldórs Laxness um Jónas og vini hans, sem ég vil gera að mínum lokaorðum: ’Eg átti ekkert hreint um hálsinn, lagsmaður!’ er hið miður skáldlega viðlag frá dögum Fjölnis. Og úr því þeir áttu ekkert hreint um hálsinn þá tóku þeir það ráð að endurreisa íslenzka þjóð- menningu heldur en ekki neitt."27 Aðalheimild: Rit eftir Jónas Hallgtímsson, I. Rv. (1929). Aðrar heimildir: 1 Hugvekja til Islendinga. Rv. 1951. Inngangur, bis. V. 2 Sama rit. Inngangur, bls. VII. 3 Safn Fræðafélagsins IV. Bréf til Finns Magnús- sonar, 2'6. ágúst 1831, bls. 98—99. 4 Endurminningar Páls Melsteðs. Kh. 1912. Bls. 35. 5 Sigurður Breiðfjörð: Ljóðasafn, II. Rv. 1953. Bls. 192. 6 Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandriti. Rv. 1965. Athugasemdir og skýringar, bls. 308. 7 Rit eftir Jónas Hallgrímsson, I. Rv. (1929). At- hugasemdir og skýringar, bls. 325. 8 Ljóðmæli og önnur rit eptir Jónas Hallgrímsson. Kh. 1883. Athugasemdir, bls. 388. 9 Rit eftir Jónas Hallgrímsson, V. Rv. (1936). Ævi- saga, bls. XLVI. 10 Bréf Tómasar Sæmundssonar. Rv. 1907. Bréf til Jónasar Hallgrímssonar, 22. júní 1830, bls. 76— 77. 11 Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson. 3. útg. Rv. 1913. Um Jónas Hallgrímsson eftir Hannes Haf- stein, bls. XIV—-XV. 12 Om de danske Provindsialstænder med specielt Hensyn paa Island, af Baldvin Einarsson. Kh. 1832. 13 Fjölnir. Fyrsta ár, 1835, bls. 4. 14 Hugvekja til Islendinga. Rv. 1951. Inngangur, bls. XXIII. 15 Ljóðmæli og önnur rit eftir Jónas Hallgrímsson. Kh. 1883. Athugasemdir, bls. 390. 16 Benedikt Gröndal: Ritsafn IV. Rv. 1953. Dægra- dvöl, bls. 300. 17 Rit eftir Jónas Hallgrímsson, II. Rv. ? Sendibréf: Bréf til J. C. H. Reinhardt, 6. okt. 1841, bls. 111. 18 Sama rit. Bréf til J. Steenstrup, 1. maí 1842, bls. 131. 19 Fjölnir. Níunda ár, 1846, bls. 3. 20 Fréttir frá fulltrúaþinginu í Hróarskeldu, Kh. 1840. Bls. 72. 21 Rit eftir Jónas Hallgrímsson, II. Rv. ? Sendibréf: Bréf til J Steenstrup, 5. nóv. 1841, bls 11'6. 22 Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandriti. Rv. 1965. Athugasemdir og skýringar, bls. 310. 23 Rit eftir Jónas Hallgrímsson, II. Rv. ? Sendibréf: Bréf til Páls Melsteds, 27. sept. 1843, bls. 153. 24 Rit eftir Jónas Hallgrímsson, I. Rv. (1929). At- hugasemdir og skýringar, bls. 355. 25 Sama rit, bls. 356. 26 Halldór Kiljan Laxness: Alþýðubókin. Rv. 1956. Bls. 59—60. 27 Sama rit, bls. 66—67. Fríða A. Sigmðardóttir. 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.