Mímir - 01.04.1973, Side 32
ráðs til stuðnings þessari tillögu „um stofnun
institúts í íslenzkum fræðum". Hinn 18. júní
1964 samþykkti háskólaráð svo þessa tillögu
efnislega, þó að formi til væri þar um nýja
tiliögu að ræða. Hins vegar var lítið sem ekkert
tillit tekið til stofnanahugmyndarinnar, þegar
hafizt var handa um byggingu hússins, eins og
menn reka sig raunar æ áþreifanlegar á, með
hverju misseri sem líður. En upphaf sjálfrar
stofnanahugmyndarinnar hér má líklega rekja
aftur til um 1960, en um það leyti var hún
að ryðja sér endanlega tii rúms á hinum Norður-
löndunum.
Hvert er starfssvið stofnunarinnar?
Samkvæmt reglugerð stofnunarinnar er það talið
fjórþætt, og eru þar tveir meginþættir. Er annars
vegar um að ræða rannsóknastarfsemi, en hins
vegar ákvæði um það, að sú kennsla við heim-
spekideiid, sem starfsmenn stofnunarinnar hafa
með höndum, skuli vera á vegum hennar.
Markmiðið er þannig annars vegar að efla
rannsóknarstarfsemina og hins vegar að tengja
nánar saman rannsóknir og kennslu með því að
skapa sameiginlegan starfsvettvang fyrir kenn-
ara og nemendur á þessu fræðisviði innan deild-
arinnar. Samkvæmt reglugerð er rannsóknastarf-
semin þríþætt. I fyrsta lagi skal stofnunin „ann-
ast grundvallarrannsóknir í málvísindum, eink-
um málfræði norrænna mála, sögu þeirra og for-
sögu. I tengslum við rannsóknastörfin hefur
stofnunin á hendi útgáfu fræðirita, gengst fyrir
fræðafundum og ráðstefnum, námskeiðum til
kynningar á fræðilegum nýjungum, rannsókna-
æfingum og fyrirlestrum, og fæst við hver önn-
ur þau verkefni, er stuðlað geti að því að efla
rannsóknastarfsemi hennar, eftir því sem við
verður komið og fé er veitt til."
I öðru lagi er gert ráð fyrir því, að upp verði
komið talmálssafni (eins og við höfum kallað
það okkar í milli), þ. e. safni af upptökum af
íslenzku nútíðarmáli, og aðstöðu til úrvinnslu
og rannsókna á því. I þriðja lagi er svo gert ráð
fyrir hagnýtum verkefnum, t. d. í tengslum við
málakennslu, og að stofnunin gangist fyrir
„námskeiðum, æfingum eða fyrirlestrum fyrir
starfandi skólakennara."
Hvert er starfslið stofnunariimar?
Um það eru ákvæði í reglugerðinni, sem eru
þó e. t. v. ekki Ijós í öllum einstökum atriðum.
I fyrsta lagi eru fastráðnir kennarar, sem starfa
á fræðasviði stofnunarinnar. I öðru lagi fastur
kennari í almennum málvísindum, unz komið
yrði á fót stofnun í þeirri grein. I þriðja lagi
erlendir eða innlendir sérfræðingar, gistiprófes-
sorar og styrkþegar, eftir því sem fé er veitt til.
Og að lokum lausráðið aðstoðarfólk, sem vænt-
anlega yrði úr hópi stúdenta öðru fremur.
Hvernig er stjórnun stofnunarinnar
háttað?
Hér koma einnig til ákvæði reglugerðar, en
samkvæmt henni sér 3ja manna stjórn um rekst-
ur stofnunarinnar. Hún samanstendur af for-
stöðumanni, er skal vera úr hópi prófessora og
er skipaður af rektor, einum manni, er Heim-
spekideild kýs, og einum stúdent, er Mímir
tilnefnir. Stjórnin er skipuð til 3ja ára í senn,
og hana skipa nú auk mín þau Baldur Jónsson,
lektor, sem er formaður, og Kolbrún Haralds-
dóttir, stud.mag., kjörin af stúdentum.
Hvert er vald stofnunarinnar,
t. d. í kennslumálum ?
Formlega séð hefur stofnunin lítið vald í þessum
málum, þar eð t. d. ráðning allra kennara heyrir
undir deildina og yfirvöld, námsskipan er ákveð-
in í reglugerð háskólans og námsskrá er sömu-
leiðis sett samkvæmt ákvæðum í reglugerð há-
skólans. En raunin hefur orðið sú hingað til og
verður vafalaust, að að öllum jafnaði verður
farið að tillögum stofnunarinnar um náms- og
kennsluskipan í þeim atriðum, sem hún lætur til
sín taka.
Eru einhverjar nýjungar fyrirhugaðar
í kennslunni?
A síðastliðnu hausti var gefin út á vegum stofn-
unarinnar „Námsskrá til kandídatsprófs í ís-
32