Mímir - 01.04.1973, Side 34
góma, að ef til útgáfu yrði rit, t. d. kennslubók,
sem lítið erindi virtist eiga til flestra þeirra, er
bókafloltkinn eignast, en ætti ef til vill erindi til
annarra, sem bókaflokkurinn varðaði síður, þá
kæmi til álita að gefa slíkt rit út utan floklcs-
ins, og þá fremur sjálfstætt en sem rit í nýjum
flokki.
Hefur nokltuð verið rætt um
textaútgáfur?
Já, í framhaldi af fyrsta bindi hefur verið rætt
um útgáfu íslenzkra texta, er fjalla um mál-
fræðileg efni. Hér koma til greina ýmis merk
rit, bæði frá fyrri og síðari öldum. Hins vegar
höfum við ekki hugsað okkur að fara út í texta-
útgáfu að öðru leyti, þ. e. útgáfu texta sem
málheimilda almennt. Og má raunar bæta því
við, að ég er þeirrar skoðunar, að nú þegar sé
varið óeðlilega mildu fjármagni og starfskröft-
um til vísindalegrar textaútgáfu miðað við það,
sem varið er til þeirra rannsóknarverkefna, sem
taka við af textaútgáfunni og hún er undirstaða
undir —• eða öllu heldur öfugt, að óeðlilega
litlu sé varið til þessara rannsóknarverkefna mið-
að við það, sem varið er til textafræðilegra
verkefna. En eins og bent var á í ályktun heim-
spekideildar 21. marz 1969, ber að gæta þess,
að eðlilegt hlutfall sé þar á milli.
Það hefur sætt nokkurri gagnrýni,
að heiti ritraðarinnar skuli vera á ensku.
Já, við þóttumst vita, að svo gæti farið. En hafa
ber í huga, að bókaútgáfa, sem er á vegum
háskóla eða háskólastofnana og byggir á vís-
indalegri rannsóknastarfsemi, sem þar fer fram,
hlýmr fyrst og fremst að miðast við þá, sem
fást við svipuð verkefni á sams konar vettvangi.
Hún hlýtur sem sé að höfða fyrst og fremst til
hins alþjóðlega háskólamarkaðar í víðasta skiln-
ingi, ef svo má að orði komast. Margar ritraðir,
sem gefnar eru út erlendis, heita upp á latínu
og var sá möguleiki einnig fyrir hendi hér. En
margir eru hreinlega orðnir þreyttir á þessum
latnesku nafngifmm, og því völdum við það
mál, sem í reynd kemst næst því nú á tímum
34
að gegna því hlutverki, sem latínan gegndi áður
fyrr, að vera alþjóðlegt vísindamál. Einnig var
sá kosmr að láta flokkinn heita tveim nöfnum
og þá öðru íslenzku, en reynslan var talin hafa
sýnt, að slíkt var þungt í vöfum. Því völdum
við þennan kostinn.
Hvernig er bókasafnsmálum
stofnunariimar háttað?
Þeim hefur því miður ekki þokað áleiðis. I reglu-
gerðinni em ákvæði um, að stofnunin eigi að
hafa sitt bókasafn, er heyri undir Háskólabóka-
safn. A Háskólabókasafn að leggja því til bóka-
kost í upphafi og síðan að auka við hann reglu-
lega, eftir því sem fé er veitt til. Þessi mál eru
öll í deiglunni um þessar mundir. I Heimspeki-
deild er starfandi — a. m. k. á pappírnum —
nefnd, sem á að vinna að þessum málum. Var
hún skipuð á síðastliðnu ári, í beinu framhaldi af
þeirri nefnd, sem kom reglugerðarmálinu sjálfu
í örugga höfn og áður var minnzt á, og er
hlutverk hennar að annast framkvæmd á reglu-
gerðarákvæðunum um stofnanabókasöfn. For-
maður hennar er Sveinn Skorri Höskuldsson, en
skemmst er frá því að segja, að þessi nefnd
hefur mjög lítið starfað. Persónulega get ég ekki
leynt því, að mér finnst það hafa dregizt úr
hömlu að finna lausn á þessu vandamáli. Stofn-
anabókasöfn af þessu tæi eru til annars staðar
hér við háskólann, t. d. á Raunvísindastofnun
og í Tjarnargötu 26, í því sem bókasafnsmenn
kalla venjulega „Enskustofnun", þótt engin slík
stofnun sé í raun til. Og á háskólahátíð gat
vararektor þess, minnir mig, að verið væri að
koma á fót stofnanabókasafni í lögfræði.
Þetta tengist öðru máli, sem er skipulag hús-
næðisins hér í heild. Þegar ráðizt var í bygg-
ingu Arnagarðs fyrir 7—8 árum, var nánast
ekkert tillit tekið til þarfa væntanlegra stofn-
ana, nema hvað snerti Orðabókina og Handrita-
stofnun. Það húsnæði, sem þessar þrjár stofnan-
ir Heimspekideildar ráða yfir hver um sig, er
þannig ekki samhangandi, eins og vera þyrfti,
auk þess sem ábótavant er, jafnvel þó að í
samhengi hefði verið. En annmarkarnir á hús-