Mímir - 01.04.1973, Page 37

Mímir - 01.04.1973, Page 37
verði sett upp í rannsóknastofunum söfn nauð- synlegusm handbóka og fræðirita fyrir stúdenta og kennara, en yfirvöld Háskólabókasafns hafa ekki orðið við þessum óskum. Hefur þá reglugerðarákvæðið lun bókasöfn stofnananna ekkert gildi? Að sjálfsögðu lít ég svo á, að það hafi gildi og beri að breyta eftir því, en það hefur ekki tekizt að fá yfirvöld safnsins til þess. Er þá bókastofan í Arnagarði bráðabirgðalausn, eða verður hún áfram? Við hugsum okkur bókasöfn fyrir hverja stofn- un. Það verða ekki stór söfn, einfaldlega vegna húsnæðisins, en þau þurfa að vera nytsamleg söfn sérhæfðra bóka fyrir hverja grein. Bóka- safnið, sem er hér í húsinu, hygg ég sé af hálfu yfirvalda bókasafnsins eins konar dúsa til þess að sýna, að við séum ekki alveg bókalausir. En ég gæti hugsað mér, að þar yrðu í framtíðinni geymdar bækur, sem snerta allar þessar greinar, þar sem þær hafa marga snertipunkta. Hvað er að segja um bókapantanir fyrir söfnin? Við erum sjálfsagt hvergi nærri nógu duglegir að panta bækur, en til þess að bókasöfnin hafi nægan bókakost, er auðvitað frumskilyrði, að kennarar séu vel vakandi og panti þær bækur, sem þeir telja að nota þurfi. Mjög dýrar bækur, sem margir stúdentar þurfa að nota í senn, þurfa þá að vera til í tví- eða þrítökum, til þess að þær teppist ekki hjá einum manni. Nú hafa stúdentar betri fjárhag en áður var og kaupa orðið meira af bókum sjálfir. Því hefur nokkuð verið pantað af bókum gegnum Bók- sölu stúdenta, og í bókmenntafræðum er til þess að gera mikið af ódýrum handbókum, sem allir ætm að hafa í höndum. En stærri verk og tímarit þarf tvímælalaust að panta meira á söfnin. Hvernig er f járhagsleg staða stofnunarinnar? Okkur var á þessu ári úthlutað kr. 50.000,00 til stjórnunar og kr. 170.000,00 til útgáfu. Þetta er naumur skammmr. Nú höfum við sótt um sömu fjárhæð til stjórnunar, 50.000,00 til skrif- stofukostnaðar, 100.000,00 til tækjakaupa, 400.000,00 til bókakaupa og eina milljón króna til útgáfustarfsemi. Maður getur ekkert sagt, hvað verður, fyrr en fjárlög verða endanlega afgreidd. Auk þessa er eitt atriði, sem við leggjum mikla áherzlu á, og það er að koma á styrk- þegakerfi þannig að stúdentar, sem langt em komnir í námi, ellegar kandidatar, hefðu laun við stofnunina hliðstætt því, sem styrkþegar Stofnunar Arna Magnússonar hafa, eða 21. launaflokk. Við báðum um, að okkur yrði gert kleift að hafa á næsta ári 2 styrkþega á okkar vegum. Hvers fleira má vænta í starfsemi stofnunarinnar á næstunni? Hlutverk stofnunarinnar er mjög margþætt. I fyrsta lagi á hún að annast grundvallarrann- sóknir í íslenzkri og almennri bókmenntafræði, en hér er rætt um bókmenntafræði í víðum skilningi. Hugmyndin er sú, að stofnunin skipt- ist í deildir, þar sem tekin yrðu fyrir afmarkaðri svið rannsókna, t. d. þjóðfélagslegrar rannsókn- ir bókmennta, rannsóknir á leikbókmenntum og rannsóknir í samanburðarbókmenntafræði, þ. á. m. samanburði bókmennta við aðrar grein- ar, til dæmis tónlist og myndlist. Þá á stofnunin að gangast fyrir námskeiðum, fyrirlestrum og æfingum fyrir starfandi kennara, sömuleiðis ráðstefnum, námskeiðum til kynn- inga á nýjungum, rannsóknaræfingum og fyrir- lestrum. I þessu efni er vert að geta þess, að við höfum ákveðið að halda hér sumarið 1974 ráðstefnu International Association for Scandi- navian Studies, sem eru samtök háskólakennara í bókmenntum á Norðurlöndum, í Evrópu, Ameríku og allt austur til Japans. 37

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.