Mímir - 01.04.1973, Síða 50

Mímir - 01.04.1973, Síða 50
ur einar fata og kylfur að vopni. Þar berjist þeir nú til þrautar, og standi einhver eftir, þá hafi hans þjóð borið hærra hlut. (42) 40. Es ist ein warmer Abend, und die Dammerung erscheint uns wie ein Tuch, unter dessen Schutz wir uns wohl fiihlen. (59) Það er hlýtt í veðri og rökkrið er eins og vernd- arhjúpur, sem okkur líður vel undir. (50) 41. Es ist erste Mensch, den ich mit meinen Handen getötet habe, den ich genau sehen kann, dessen Sterben mein Werk ist. (240) Það er fyrsti maðurinn, sem ég hef drepið með eigin höndum; sá fyrsti, sem ég sé greinilega og sem er að deyja af mínum völdum. (199) HVAÐ SVO? Að góðum og gömlum sið ætla ég nú að reyna að flokka þessi dæmi. Sú flokkun gæti t. d. orðið á þessa leið: I. Tilvísunarsetningu haldið í þýðingu Við sjáum, að það er ekki nema í sumum dæm- unum hér að fram, sem tilvísunarsetningin er látin halda sér í þýðingunni. Til þess að svo megi verða, þarf að breyta setningafræðilegu hlutverki tilvísunarfornafnsins. I þýzka textan- um er það yfirleitt eignarfallseinkunn, sem stýrist af nafnorði, en í íslenzku þýðingunum bíða þess ýmis örlög: 1. tilv.fn. => frumlag: 7, 8, 13, 14, 15, 24, 28, 31, 34, 35, 37, 41. Tilvísunarfornafnið vísar þó eftir sem áður til hins sama í aðalsetningunni, svo að þetta hefur gjarna í för með sér breytingu á hlutverkaskip- an annarra orða í tilvísunarsetningunni, t. d. fallvaldsins úr þýzku setningunni. Hann breytist stundum í andlag úr frumlagi (28, 37), verður hluti forsetningarliðs (24, 34, 35), þokar um set fyrir sögn (7 og að nokkru 41) eða flyzt alveg út úr tilv.setn. yfir í aðalsetn. (13, 14). Noklcuð sérstöku máli gegnir um tilvik, þar sem eignarfall tilv.fn. stjórnast af sögn í þýzka textanum — s. s. í 8 og 15 —• en ekki af nafnorði. Þar verða þó svipaðar hlutverkaskipt- ingar innan tilvísunarsetningarinnar við þýðing- una. 2. tilv.fn. => andlag: 3, 9, 23, (ath. að hér er litið á tala um og líta til sagnir í heild sinni). I öllum þessum dæmum hverfur fallvaldurinn nánast alveg. 3. tilv.fn. => hluti forsetningarliðs: 16, 40. Einhverjir myndu sjálfsagt vilja flokka 3 og 9 hér, en 16 e. t. v. ekki. I 3 og 9 virðast smáorð- in um og til þó vera hluti sagnarinnar. Bendir ýmisleg hegðun sagna af þessu tagi til þess að svo sé, en ekki eru tök á að fara nánar út í þá sálma hér. I 16 virðist eðlilegast að gera ráð fyrir upphaflegu um á eftir má. hvort sem menn tala nú um djúpgerð í því sambandi eða liðfall (Ellipse). II. Tilvísunarsetningin hverfur í þýðingunni (eða ,,færist“): 1. tilvísunarsetnmg => og- eða en-setning: 1, 4, 5, 12, 18, 19, 21, 27, 29, (e. t. v.) 30, 33, 36. Þetta tilvik er, eins og sjá má, mjög algengt. Bygging aðalsetningarinnar í íslenzka textan- um verður auðvitað allmjög frábrugðin þýzku tilvísunarsetningunni, en vant er að sjá af þess- um dæmum nokkur sérstök lögmál í þeim breyt- ingum. Mig grunar hins vegar, að aðferðin, 50

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.