Mímir - 01.04.1973, Side 55

Mímir - 01.04.1973, Side 55
UPPHAFSSTAK UM FORM (með áorðnum breytingum) Ljóð Ijóð er til að finna og skynja. Vinir mínir þreifið ekki á ljóðinu spjallið ekki Ijóðið lokið augunum látið ljóðið seytla í vitund ykkar líkt formlausu tæru vatninu í litlum fjallalæk formlausum ilmi lyngs og mosa formlausum þyt heiðavindsins. Er okkur ekki tilfinningar vant á þessum forkunnlegu tímum þegar veður er mælt með tólum við lítt háð veðri hvort eð er sláttur hjartans skráður á kardíógramm eins og hver önnur síldartorfa blóðið rauða hríslast um gagnsæjar æðar úr plasti og þegar ég hef verið dauður í þúsund ár er enn eftir af mér glær nælonæð frá Du Pont — óskemmtilegt — ástin elektrónískir impúlsar í skældum frumum og teygðum menn spásséra um með battarí í brjóstinu bragglegir og hressir á gerfifótum með gerfihendur — jafnvel gerfiskaufa — og glasaugu. Ljóð það hlægir mig að ljóðið verður stöðugt illmældara væri ljóðið múrverk múrverk hefur form en ljóðið er ekki múrverk væri ljóðið plast plast hefur form en ljóðið er ekki plast ekki enn. Form hvað kemur formið mér við skrokkurinn hefur að vísu form en tilfinningar mínar hafa ekkert form og Ijóð mitt ekki heldur. Eyvindur. 55

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.