Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 60
villur, hik, ranga setningamyndun o. s. frv. sem
lýsa ekki málhæfninni heldur aðeins þeim (sál-
fræðilegu) takmörkunum, sem málnotkunin er
háð.Onnur takmörkun málsafnsins stafar af því,
að það felur aðeins í sér endanlegt úrtak, þar
sem málhæfnin er í eðli sínu ótakmörkuð og
óendanleg. Því hlýmr sérhver mállýsing, sem
byggir eingöngu á takmörkuðum málsöfnum,
að vera takmörkuð að þessu leyti; hún gemr
tæpast talizt lýsing á málhæfni. En það er ein-
mitt það sem við viljum að málfræðin sé. ”A
grammar of a language purports to be a descrip-
tion of the ideal speaker-hearer’s intrinsic compe-
tence” (Chomsky 1965:4). Til þess að forðast
þessar takmarkanir málsafnsins beitir málfræð-
ingurinn „innsæi'' við mállýsinguna( þ. a. hann
spyr sjálfan sig: Er þessi setning málfræðilega
rétt í máli mínu?)
Þessi aðferð gengur hins vegar augljóslega
ekki við rannsóknir á máli barna. I því tilfelli
höfum við tiltekið málsafn, en hver er kominn
til með að segja hvaða setningar í því em mál-
fræðilega réttar og hvaða setningar ekki? Og
hvað um þær setningar, sem barnið gæti sagt,
en finnast ekki í málsafninu? (Chomsky 1964:
36) hefur dregið saman meginatriðin á eftir-
farandi hátt:
„... it seems to me that, if anything far-reaching
and real is to be discovered about the actual grammar
of the child, then rather devious kinds of observa-
tions of his performance, his abilities, and his com-
prehension in many different kinds of circumstance
will have to be obtained, so that a variety of evidence
may be brought to bear on the attempt to determine
what is in fact his underlying linguistic competence
at each stage of development. Direct description of
the child’s actual verbal output is no more likely to
provide an account of the real underlying competence
in the case of child language than in the case of
adult language, ability to multiply, or any other
nontrivial rule-governed behavior.”
fram á hér að ofan gefur það óefað villandi
niðurstöður. Augljóst má og vera, að það er
ekkert auðvelt verk að komast að því, hver
málhæfni barnsins er. Hér er því enn mikið
verk óunnið.
Að lokum vil ég hvetja alla þá sem einhvern
áhuga hafa á málfræði eða börnum (eða hvoru
tveggja) að kynna sér þessa bók. Engum blöðum
er um það að fletta að hún er mjög áhugaverð.
Auk þess hefur hún það til síns ágætis að vera
á köflum ákaflega læsileg. Eg vil hér sérstak-
lega benda á fjórða kafla (um kommúníkasjón
dýra) sem er heillandi lesning.
HEIMILDIR:
Chomsky, N. A. Ritdómur um Verbal behavior eftir
B. F. Skinner. Language, 1959, 35, 26—58.
Chomsky, N. A. Discussion of Miller and Ervin’s
paper. I Ursula Bellugi og R. Brown (Eds.), The
acquisition of language. Monogr. Soc. Res. Child
Developm., 19'64, 29, 35—39. (Endurpr. 1971,
Chicago: Chicago Univ. Press).
Chomsky, N. A. Aspects of the theory of syntax.
Cambridge, Mass.: M. I. T. Press, 1965.
Chomsky, N. A. Language and mind. New York etc:
Harcourt, Brace and World, Inc., 1968.
Klima, E. S. og Bellugi, Ursula. Syntactic regularities
in the speech of children. í J. Lyons og R. Wales
(Eds.), Psycholinguistics papers. Edenburgh:
Edinburgh Univ. Press, 1966, 183—207.
Jörgen Pind.
Nú er þess að geta að tilraunir þær, sem
McNeill byggir á, eru unnar með það sjónarmið
í huga, að málbeitingin lýsi á ótvíræðan hátt
málhæfninni. En eins og ég hefi reynt að sýna
60