Mímir - 01.06.1981, Side 10

Mímir - 01.06.1981, Side 10
bear any necessary relation to the linguistic content of the sentence used“. í þessu augnamiði hefur Grice (1975) sett fram það sem hann kallar „The Cooperative Principle“, sem í grófum dráttum megi orða svo: „Make your cohversational contribution such as is required, at the stage at which it occurs, by the acceþted purpose or direction of the talk exchange in which you are engaged“ (Grice 1975:45). „The Cooperative Principle“ felur í sér fjögur meginboðorð, sem menn fylgja vana- lega í samræðum, og búast við að viðmæl- endur þeirra fylgi. Þessi boðorð varða magn (quantity) og gæði (quality) þess sem sagt er; hvernig það tengist aðstæðum (relation) og á hvern hátt (manner) það er sagt. Hverju þessara boðorða fylgja síðan nánari ákvæði um hvernig þau koma fram. „The Coopera- tive Principle“ er hluti af „Conversational Implicatures“, sem aftur er undirflokkur í „Nonconventional Implicatures“, og er þetta allt saman of langt og flókið mál til að fara út í það hér, heldur skal vísað í Grice (1975) til frekari fróðleiks. Hugtakið „Conversational Implicature“ er tengt öðru og þekktara: „presupposition“. Greint hefur verið milli tveggja tegunda: „LOGICAL or semantic presuppositions are relevant to the truth conditions on sentences [. . .] PRAGMATIC presuppositions are relevant to the appropriateness of an utter- ance in a context; if S has the pragmatic pre- supposition P, and P is not among the beliefs shared by speaker and hearer, then the utter- ance of S is inappropriate in that conversa- tional context“ (Fodor 1977:206). Parna er um að ræða mun á setningum eins og (5) Núverandi konungur Frakklands er sköllóttur sem er út í hött af því að Frakkland er ekki konungsríki, og því eiginlega hvorki sönn né ósönn; og (6) Ég er í slitnum gallabuxum sem svar við þeirri spurningu hvort maður ætli ekki að koma með á Borgina. Þetta svar er í raun og veru merkingarlaust nema báðir aðilar viti að fólki í snjáðum gallabuxum er ekki hleypt inn á Borgina. Eigi að síður hefur (6) auðvitað sannleiksgildi (truth-value) gagnstætt (5) (reyndar eru skiptar skoðanir um hvort (5) hafi sannleiksgildi, sjá t. d. Allwood, Andersson & Dahl 1977:152—3). E. t. v. mætti kalla „logical presupposition“ forskilyrði, en „pragmatic presupposition“ væntingar. Annars eru ekki allir á því að greina þarna á milli (sbr. Lyons 1977:600). Um „presupposition“, „Conversational Implicatures“ og ýmis hugtök þessu tengd hafa verið skrifaðar margar greinar og bækur. En þessi hluti er ekki ætlaður sem yfirlit yfir pragmatísk hugtölc og mikilvægi þeirra við merkingarlýsingu, né heldur til að gera ná- kvæma grein fyrir hugmyndum einstakra manna um þessi atriði. Hann er einfaldlega hafður hér til að geta vísað í hann varðandi ýmis vandamál, sem ekki tekst að leysa eftir öðrum (og vísindalegri?) leiðum. 2. MERKING OG NOTKUN ÍSLENSKRA AÐALTENGINGA Hér verður fjallað um merkingarleg skil- yrði fyrir hliðtengingu. Ég nota setningar tengdar með og sem dæmi, vegna þess að og er „hlutlausasta“ aðaltengingin (sbr. Dik 1972:32); þ. e. setur fæst skilyrði um sam- band setninganna sem hún tengir. Dik (1972 :291) setur upp „scale of semantic specifi- city“, og segir „the more specific the seman- tic value of a coordinator is the heavier are the restrictions on possible pairs, triples etc. of members to be coordinated by it, and the less free is its distribution in the language“. Ég geng út frá því sem gefnu að „speakers choose to conjoin constituents, whether sentences or constituents of other types, only 8
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.