Mímir - 01.06.1981, Side 32

Mímir - 01.06.1981, Side 32
ritum er algert. Frásögnin er þannig afmörkuð að upphafið kallar á ákveðinn endi, þ.e. frá- sögnin er innan ákveðins ramma. Ramminn markast af umhyggju Auðunar fyrir móður- myndinni sinni. „Hann Auðunn lagði mest- an hluta fjár þess, er var, fyr móður sína, áðr hann stigi á skip, ok var kveðit á þriggja vetra bjQrg“ (361). Þegar á frásögnina líður efast að sjálfsögðu enginn um það að jafn- mikill giptumaður og Auðunn láti það verða hlutskipti móður sinnar að ,,troða stafkarls stig“ úti á íslandi. Enda hafnar Auðunn boði Sveins um að gerast skutilsveinn hans, hann segist þurfa ,,. . ., at fara út til íslands. /—/ því at nú er Iokit bjorg þeiri, er ek lagða til, áðr ek færa af íslandi“ (366). Það er enginn vafi að mannlýsingin myndi stór- skaðast ef viðbrögð Auðunar yrðu einhver önnur. Auk þess að vera fagurfræðilega til- valinn gefur þessi rammi vísbendingu um að Auðunar þætti var aldrei ætlað annað hlutskipti en að standa sjálfstæður sem smá- saga. Annað atriði af svipuðum toga og það sem síðast var nefnt eru fundir Auðunar og Har- alds. Fyrri fundi þeirra lýkur á því að Auð- unn heitir Haraldi því að koma við hjá hon- um er hann „ferr aptr“ (362). Auðunn vest- firskur efnir jafnan slík loforð og í lokin efnir hann það: „Hann ferr nú síðan á fund Haralds konungs ok vill efna þat, er hann hét honurn, . . .“ (367). Þessi rammi gegnir alveg sama hlutverki og sá er fvrr var nefnd- ur og þarfnast ekki frekari rökstuðnings. Arfsagnir sem Auðunar þáttur byggir á. Það sem augu þeirra, sem rannsakað hafa þáttinn, hafa einkum beinst að, eru tengsl þáttarins við kunnar arfsagnir. Merkastar að þessu leyti eru vafalítið greinar þeirra Stefáns Einarssonar og Stig Wikanders (sjá heimildaskrá). Mun hér á eftir reynt að gera grein fyrir þeim sögnum sem byggt er á. Þær hafa vafalítið gengið í munnmælum og verið ýmsum kunnar. Bjarnrekasögnin: Sögnin um bjarnrekann var býsna útbreidd í bókmenntum miðalda. I mjög einfaldaðri mynd er sögnin á þessa leið: Maður sem ferðast um með (hvíta-) björn kemur á bæ og beiðist gistingar. Hon- um er tjáð að óvættir ásæki bæinn og því sé næturstaðurinn óöruggur. Björninn verður síðan til þess að fólkið losnar undan ásókn óvættanna. Af þessu yfirliti sést að líkindin með Auðunar þætti eru harla lítil. En ævin- týrið þekkist í öðrum gerðum sem samsvara betur efni þáttarins. Stefán Einarsson nefnir m.a. lágþýska kvæðið „Schretel und Wasser- bár“ sem er skrifað fyrir 1300. I því kvæði fylgir það sögunni að björninn sé gjöf frá Noregskonungi til konungs Danmerkur, þar eru líkindin því augljósari (S. Einarsson ’39: 161) . Um 40—50 gerðir sagnarinnar eru þekktar í Noregi og margar gerðir aðrar víðs- vegar um Norður-Evrópu (S. Einarsson ’39: 162) . Þeir Björn Karel Þórólfsson og Guðni Jónsson telja að: „Sennilegasta skýringin á tenglum þessara sagna allra er sú, að undir- staða þeirra allra sé ferð Auðunar vestfirska með bjarndýrið, sem segir frá í þætti hans“ (B. K. Þ. og G. J. ’43:cii). Með þessari full- yrðingu fylgja þeir Björn og Guðni fordæmi því sem Knut Liestöl gaf (sbr S. Einarsson ’39:162). Ekki skal ég fullyrða um það hvort þessi tilgáta er rétt eða ekki, en heldur þykir mér þó líklegra að þessar sagnir allar byggi á enn eldri fyrirmynd. Stefán Einarsson benti á ákveðin líkindi með frásögninni af Auðuni með björninn og þættinum af Gjafa-Refi í Gautrekssögu (S. Einarsson ’39:163). Gjafa- Refur færði m.a. Nera jarli uxa að gjöf: „. . . en hér er einn uxi, er ek á, ok hann vil ek þér gefa“ (38). Stig Wikander athug- aði þennan skyldleika enn betur og tók með í athugunina Refo-sögnina, sem Saxi gamli skráði. Hann komst að þeirri niðurstöðu að allar ættu sagnirnar sér sameiginlegan upp- runa, í indverskum ævintýrasögnum: 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.