Mímir - 01.06.1981, Síða 33

Mímir - 01.06.1981, Síða 33
Det synes mig ofránkomligt, at sagorna om Aud- un, Refr och Refo i fri omforming áterberattar de tre fabler ur första boken av Pancatantra (eller mycket snarlika beráttelser), som alla handlar om hur man vinner konungen-lejonets gunst genom att skánka honom det djur han just vid ett givet tilfile behöver . . . (Wikander ’64:110). Wikander er þarna að fjalla um dæmisögur með dýr í aðalhlutverkum. Hann sýnir fram á að það var algengt að slíkar sagnir væru síðar færðar upp á mannverur, enda lá það í eðli sagnanna sem hafa ákveðna pólitíska hneigð. Wikander á mun erfiðara með að sýna fram á hvernig þessar sagnir gætu hafa borist til Islands svo snemma á öldum, þar eð þær voru eklci þýddar á evrópsk mál fyrr en síðar. Þarna getur þó verið um ýmsa möguleika að ræða, t.a.m. ferðir norrænna manna í austurveg og síðar pílagrímsferðir kristinna manna. Það að færa höfðingjum ísbirni að gjöf kemur víðar fyrir í íslenskum fornritum en í þættinum af Auðuni. í Landnámu og Vatns- dælu er greint frá því er Ingimundur gamli færði Haraldi konungi tvo hvíta húna. Hung- urvaka segir frá því er Isleifur biskup færði Heinreki keisara Konráðssyni hvítabjörn. Þá færði Einar Sokkason Sigurði Jórsalafara bjarndýr að gjöf. (Sjá B. K . Þ. og G. J. ’43:c) Höfðingskapur Auðunar var því alls ekkert einsdæmi, þótt hann sé á ýmsan hátt frá- brugðinn eins og síðar verður að vikið í tengslum við sannfræði frásagnarinnar. Höggaskerfssögnin: Kaflinn um skipti Auðunar við Áka, ármann Sveins konungs Ulfssonar, á sér ákveðna samsvörun í þekktu ævintýraminni hinni svo kölluðu höggaskerfs- sögu (strokes-shared). Auðunn beiðist vista af Áka, en hefur enga fjármuni til að launa greiðann. Áki segir þá: ,,Ek mun fá þér vist- ir, sem it þurfuð til konungs fundar, en þar í móti vil ek eiga hálft dýrit“ (363). Þegar Sveinn kemst síðar að prettum Áka, hlýtur ármaðurinn makleg málagjöld. Kjarna arfsagnarinnar mætti orða á þessa leið: Maður vill færa höfðingja dýrmætan grip að gjöf. Dyravörður hleypir manninum inn gegn því að helmingur launanna gangi til hans. Þegar maðurinn stendur síðan frammi fyrir höfðingjanum biður hann venju- legast um svo og svo mörg högg að launum, t.d. 100. Þar eð þessi bón er óneitanlega furðuleg komast svikin fljótlega upp á yfir- borðið. Maðurinn fær síðan 50 högg, sem lögð eru létt á, en dyravörðurinn önnur 50, vel útilátin. Vonandi sést af þessu dæmi hversu sögn- unum svipar saman, þótt munurinn sé óneit- anlega nokkur. Stefán Einarsson hefur bent á að í Auðunar þætti sé efnið fært í dæmi- söguform (exemplum) en skrýtlunni hafnað, enda félli skrýtlan mun síður að þeim anda sem ríkir í frásögninni ella (S. Einarsson ’39:167). Þeir Stefán og Stig Wikander eru á einu máli um að þessi spillti embættismað- ur hæfði mun betur hjá kalífanum í Bagdad en við norræna konungshirð. Sögnin er aust- urlensk að uppruna og er þekkt frá því um 900. Wikander hefur sagt á einum stað: ,,Har man slysslat nágot med frámreorientalsk beráttarkonst och sedan rákar lása Auduns- novellen, sá frapperas man ovillkorligen av en viss orientalisk fárgnig av hela beráttelsen“ (Wikander ’64:90). Pílagrímsferðin: Það er ljóst að eftir að pílagrímsferðir hófust fyrir alvöru hafa geng- ið miklar sagnir af Rómferlum. Þeir menn sem lögðu það á sig að ganga suður hafa áreiðanlega ekki legið ýkja fast á sögum sín- um, enda hefur fólk hér heima væntanlega haft talsverðan áhuga á að hevra af slíkum langferðum. Það er einnig næsta víst að slílcar farir hafa ekki alltaf gengið slysalaust fyrir sig, raunirnar hafa orðið ýmsar og ef- laust hefur ekkert verið dregið úr Iýsingun- um þegar heim var komið og fólk beið frétt- anna í ofvæni. Útreið Auðunar hefur vart verið nokkurt einsdæmi. Á heimleiðinni tók 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.