Mímir - 01.06.1981, Side 37

Mímir - 01.06.1981, Side 37
dýr in mesta gersimi“ (4). Þarna er vafalítið á ferðinni e.k. formúla. Klifunin þjónar þarna þeim tilgangi að hnykkja á því að það var í raun stórgjöf sem hinn félitli íslendingur færði konungi Danaveldis. Það er tryggt með endurtekningunni að áheyrendur gleymi þessu ekki. Listrænu hliðina myndi lítið saka þótt meiri fjölbreytni gætti þarna í orðavali, þann- ig að laeldur ólíklegt má teljast að þarna sé um stílbragð skrifara að ræða. Sömu skýr- ingu má nota á einkunn þá sem fylgir Auð- uni. Um hann er sagt: at þú sér gæfu- maðr“ (362), ,,. . ., ok muntu verða giptu- maðr, . . .“ (366), ,,. . . ok þótti vera hinn mesti gæfumaðr“ (368). Þetta er einnig atriði sem áheyrendur máttu aldrei láta líða sér úr minni. Gæfa Auðunar er ástæðan fyrir því að hann kemst klakklaust leiðar sinnar millum hinna stríðandi stórmenna. Þessi endurtekning er ekki síður áhrifamikil en andhverfa hennar í Grettissögu, þar sem sí- fellt er klifað á þeim örlögum Grettis að hann er ,,ógæfumaðr“. Samtölin: Greinilegur munur er á viðræð- um Auðunar og Sveins annarsvegar og Auð- unar og Haralds hinsvegar. I samtölum þeirra fvrrnefndu ríkir rósemi og upplýsinga- streymið er tiltölulega eðlilegt. Þegar Auð- unn er á fundi Haralds er yfirbragðið allt annað, mun líkara yfirheyrslu. I þeirra sam- tölum gætir ákveðinnar reglu. Haraldur legg- ur spurningar fyrir Auðun í tveimur lotum, fyrri lotan er fimm spurningar, en sú seinni sex. Spurningarnar eru æði keimlíkar og bera nokkurn keim af þulum. Það er spurt af mikilli óbreyju. I fyrri lotunni birtist ldifun- in í boðháttarmyndum sagnanna eiga og vilja: ,.Áttu . . .“, „Villtu . . .“, „Villtu . . .“, Vílltu . . .“, „Hvat villtu . . .“ (362). Form spurninganna knýr fram upplýsingar og líkist stífri yfirheyrslu. Seinni lotan fylgir einnig sterkri reglu og skulu þær spurningar nú tilfærðar: „Hverju launaði . . .“, „Hverju launaði hann enn?“, „Hvat er enn fleira?“, „. . . ok launa myndi hann enn fleira“, „Launaði hann því fleira?“, „Hvárt launaði hann fleira?“ (367—8). Það er alveg greini- legt að þarna er einungis um að ræða til- brigði við stef. Telja má líklegt að meiri til- hneigingar gæti til slíkra endurtekninga í munnmælum heldur en í skrifuðum texta, þar sem reynt er að forðast óþarfa endur- tekningar. Það að hafa endurtekningarnar í föstu formi, eða a.m.k. með ákveðnum ein- kennum, hefur að öllum líkindum einnig auðveldað þeim er nam söguna að muna hana. En það eru önnur áhrif sem þessar áleitnu og þvingandi spurningar hafa. Með svörum Auðunar, sérstaklega í síðari lotunni, er stór hluti söguþráðarins endurtekinn. Hann er með öðrum orðum rifjaður upp. Þessi aðferð er þekkt úr ævintýrasögnum, t.d. hin þekkta barnaþula um litlu gulu hæn- una, þá er þátturinn af Gjafa-Refi í Gaut- rekssögu, sem áður var minnst á, byggður upp á viðlíka endurtekningum. Sannfræði Auðunar þáttar. Ef leitað er sagnfræðilegra staðreynda í þættinum, kemur fljótlega í ljós að þar er ekki um ýkja auðugan garð að gresja. I raun og veru byggir þátturinn á þeim staðreynd- um einum að frá 1047—1066 ríktu þeir samtímis konungarnir Haraldur hinn harð- ráði í Noregi og Sveinn Ulfsson í Danmörkrt. Ófriður var einnig í milli landanna á þessum árum (neðanmálsgreinar bls. 361—2). Um aðrar persónur er ekkert vitað, en um óáreið- anleik tilvistar þeirra Þóris stýrimanns og Áka ármanns hefur verið fjallað hér að fram- an. Um Auðun vestfirska er þátturinn eina heimildin. I niðurlagi þáttarins er að vísu svofelld klausa: „Frá þessum manni, Auð- uni, var kominn Þorsteinn Gyðuson“ (368). Þorsteins Gyðusonar er getið í Sturlungu, hann bjó í Flatey á Breiðafirði og mun hafa drukknað árið 1190. Næsta litlar ættfræði- legar upplýsingar hafa varðveist um Þorstein, t.a.m. er föðurnafn hans ekki kunnugt. Það er þó vitað að hann var digur bóndi og mikils 35
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.