Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 48

Mímir - 01.06.1981, Blaðsíða 48
eru enn smámælt og bernsk. Ég hef margoft heyrt á þetta minnst, en samt er ég ekki viss um að því vandamáli sé veitt sú athugun sem vert væri. — Enn má minna á það, að þó margt hafi amað að í sveitum landsins fyrr á tíð, átti málið þar löngum öruggasta stað- festu. — Nú er varla til ,,sveit“ á íslandi, og þeir sem enn haldast þar við, búa við ærnar ásakanir og vanþóknun. Ekki er þetta líklegt til að styrkja tryggðina við fornan arf. En þó vil ég ekki vera svartsýn, íslensk tunga hefur um aldir sýnt mikinn lífsmátt. Hún stóð af sér dönskuna, mál yfirráðaþjóð- ar, sem leitaði mjög á um skeið, en íslenskan stóð jafnrétt eftir. Nokkur danskættuð orð saka ekki, geta jafnvel verið til tilbreytni. En megin orðaforðans, setningaskipun, beyginga- kerfi, eðli málsins og blær varðveittist. — Þarna var sigur unninn. iil Það er ekki einungis réttlætanlegt að tala um rétt og rangt mál, heldur nauðsynlegt, svo fremi að menn vilji ekki móðurmál sitt feigt. — Að vísu veit ég, að um stöku atriði geta verið skiptar skoðanir, og ég veit Iíka að tals- verðar breytingar hafa orðið smátt og smátt gegnum aldirnar. Samt sem áður er tungan í aðalatriðum næstum því hin sama og á tólftu og þrettándu öld. Það hefði hún ekki getað verið, ef hún hefði ekki átt sín föstu lögmál, sem engum levfðist að hrjóta, hvorki fyrir duttlunga né fávísi. — Það mætti vera undarlegt tungumál, sem ekki ætti sér nokk- urnveginn öruggar málfræðireglur. Hvernig yrði farið að því að kenna útlendingum slíkt mál? Fyrrum þótti alveg sjálfsagt að fullorðn- ir leiðréttu bögumæli barna, ef þau hneigðu orð ranglega eða því um líkt. Man ég vel til þeirra daga, en ekki vissi ég um eða heyrði nefndan „málótta“ af þessum sökum, enda orðið nýyrði og hugtakið vísast nýtt líka. — Eg held að fólk hafi yfirleitt verið ákaflega næmt fyrir öllum frávikum frá því sem al- mennt var álitið ,,rétt“ mál. Oft voru dæmi af því tagi hent á lofti sem skrýtlur. Eg er viss um að þetta hefur stuðlað að því að börn lærðu meðferð málsins eins og talið var rétt á þeim tímum. Ég vil ekki mæla með einstrengingshætti og skal játa, að stundum hefur mér fundist of langt gengið. Til dæmis þegar eitt sinn var amast við orðinu augnablik, vegna þess að það væri komið úr dönsku. Mér finnst augna- blik yndislegt orð. Eða þau endalausu „til- vik“, sem nú eru svo algeng í flestra máli, líklega til þess að þurfa ekki að segja tilfelli, sem mun þykja of dönskulegt. Mér finnst það orð þó alls ekki fara illa í íslensku, og ekki voru menn neitt smeykir við það í mínu ung- dæmi. Nú er farið að bera brigður á að málið sé eins ,,heildstætt“ og áður hafði verið talið. Ekki held ég að sú ályktun hafi við mikið að styðjast. Framburðarmismunur hefur að vísu verið nokkur milli landshluta, en sá munur virðist fara minnkandi fyrir áhrif fjölmiðla og dreifingu fólks um landið. Fleiri og fleiri taka upp þann framburð, sem algengastur er. — Það er raunar að sumu leyti harmsefni, en ekki ætti það að draga úr því að málið sé „heildstætt“. Ég veit líka vel að til er mikill fjöldi orða og talshátta, sem eru meira eða minna staðbundin, það hef ég lært af því að hlusta á þáttinn Islenskt mál, en trúað gæti ég að fjölmiðlarnir stuðluðu að því að gera þessi staðbundnu orð fátíðari, og er að því nokkur eftirsjá. — Þessi breytilegu orð geta einmitt gætt málið fjölbreytni og oft skemmti- legum blæbrigðum og tæpast held ég að þetta hafi nokkru sinni spillt tungunni eða sundrað henni svo að mein væri að. Og raun- ar er furðulegt að breytileikinn skyldi ekki verða meiri, þar sem hvert byggðarlag var öldum saman í hálfgerðri einangrun og sam- göngur tiltölulega litlar milli héraða. — En samheldni málsins brást ekki, ef til vill vegna þess, að það hafði sameiginlegar bókmenntir að bakhjarli. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.