Mímir - 01.06.1981, Side 52
hvernig málpólitík eigi að reka, hvort stýra
eigi tungumálinu inn á einhverjar fyrirfram
ákveðnar brautir, eða láta það þróast að
miklu leyti sjálfkrafa og án verulegra utan-
aðlromandi afskipta.
Hér á landi hefur fyrri kosturinn verið val-
inn. Á markvissan hátt hefur verið reynt að
stöðva hina eðlilegu sjálfþróun íslenskunnar
og koma á einhvers konar ,,fyrirmyndar“
málfari, þar sem helsta eftirdæmið hefur ver-
ið mál Islendingasagna. Þessi miðstýring sem
gengið hefur undir ýmsum fögrum nöfnum
svo sem málvöndun, málhreinsun eða mál-
vernd er þannig viðleitni í að ,,leiðrétta“ þær
breytingar sem orðið hafa á íslensku máli frá
dögum Snorra Sturlusonar og Njáluritara,
slíta málið úr tengslum við þann samfélags-
veruleika sem lífsmagn þess og endurnýjunar-
hæfni er komið undir, en staðsetja það í
kyrrstæðum og að mörgu leyti ímynduðum
fortíðarheimi.
Þannig felst býsna harkaleg mótsögn í
ríkjandi málpólitík. Að nafninu til er mark-
mið stefnunnar að rækta og vanda íslenskt
mál, en í raun og veru er því vísað út á guð
og gaddinn. I stað þess að viðurkenna breytt-
ar aðstæður, dauða sveitamenningarinnar og
þar með örfok þess jarðvegs sem rætur máls-
ins stóðu til skamms tíma í, láta hinir sjálf-
skipuðu krossfarar engan bilbug á sér finna
í hinu heilaga stríði og kjósa málinu fremur
dauða (því kvrrstætt mál er dautt mál), en
að það falli í munn hins spillta nútímaís-
lendings sem einn gæti þó veitt því viðunandi
lífsskilyrði. Það segir kannski sína sögu um
kreppu hreintungustefnunnar að Halldór
Laxness, sá rithöfundur sem átt hefur hvað
mestan þátt í endurnýjun íslensks ritmáls,
mátti lengi vel sitja undir þeim áburði mál-
hreinsunarmanna að hann kynni ekki ís-
lensku. Og ,,reykvískan“, tungutak meiri-
hluta landsmanna er jafnvel enn í dag skil-
greind sem ,,götumál“ eða ,,skrílmál“ og tal-
in bera vitni um fátæklega hugsun.
Hér erum við komin að þeim þætti sem
hefur verið hvað mest einkennandi fyrir ís-
lenska málpólitík, umburðarleysi hennar og
brennimerkingaráráttu. Þetta óskemmtilega
birtingarform málvöndunar á eins og stefn-
an sjálf uppruna sinn að rekja til sjálfstæðis-
baráttu íslendinga. Meðan sú barátta stóð í
algleymingi var kannski skiljanlegt að menn
beittu öllum brögðum við að hreinsa málið
af erlendum áhrifum; hið sérstæða tungumál
okkar var jú einmitt eitt helsta réttlætingar-
atriðið fyrir kröfunni um þjóðlegt sjálffor-
ræði. Nú mörgum áratugum síðar er þetta
þjóðernisofstæki, og reyndar málpólitíkin
sem slík, einungis dapurleg tímaskekkja sem
ber að leiðrétta.
Enn í dag er þessi stefna þó að mestu
levti hafin yfir gagnrýni og þeir merktir ó-
þjóðlegir, óhreinir eða sjúkir sem víkja út af
hinu gullna einstigi og tjá sig á þann hátt
sem þeim er nærtækastur. Hefur þessi brenni-
merking ekki síst bitnað á þeim sem enga
aðstöðu hafa haft til að afla sér menntunar
og læra ,,rétta“ íslensku. Enda virðist það
augljóst mál að íslenskuna er ekki lengur að
finna meðal fólksins, heldur einungis í
kennslubókum í málfræði. Þetta vita að
minnsta kosti þeir sem hlusta að staðaldri á
útvarpsþáttinn „Daglegt mál“, þar sem þeir
örfáu menn ráða ríkjum sem enn hafa ekki
smitast af hinni landlægu þágufallssýki og
álíta það siðferðilega skyldu sína að hjúkra
hinum hrjáðu.
En hver er þá staða íslenskunnar nú á
dögum. í raun og veru veit það enginn, því
málfræðingar hafa verið svo uppteknir í
forna málinu og að verja það fvrir skrílnum
að þeir hafa ekkert mátt vera að því að rann-
saka íslenskt nútímamál. Það segir kannski
ekki mikið um stöðu nútímamálsins, en það
er að minnsta kosti athyglisvert að ritmál
okkar 20. aldar manna virðist líkara ritmáli
13. aldar en þeirrar sautjándu. Spurningin er
svo sú, hvort 17. aldar málið hafi verið ó-
venju slæmt, eða hvort nútímaritmál sé ein-
faldlega svona gamaldags (og þá gott). Ann-
50