Mímir - 01.06.1981, Page 80

Mímir - 01.06.1981, Page 80
þeim til að taka af allan vafa um sannleiks- gildið. Hefur þá líklega ekki skipt máli fyrir áheyrendur hvort hann var fimm ára eða fimmtíu og fimm þegar ránið bar til. Slík atriði skipta hins vegar oftast máli fyrir sannleiksgildið og teljast ekki ný sannindi. í réttarríkjum er framburður barna t.d. ekki tekinn gildur fyrir rétti nema þá e. t. v. í undantekningartilvikum og án þess að mikið sé á honum byggt. I umræddu tilviki eru aðstæður sögumanns líka með verra móti þar sem hann liggur fjötraður með húfu dregna niður fyrir augu meðan hinir æsilegu atburð- ir gerast. Hvað sem því líður hljóta frásagn- ir fólks úr barnæsku sinni eðli málsins sam- kvæmt að hafa vafasamt heimildargildi hversu gáfað og minnugt sem fólkið annars kann að vera. Það að Hjörtur bóndi skuli vera gerður að því skrípi sem æ síðan hefur loðað við hann í vitund fólks endurspeglar ákveðna afstöðu. Öll frásögnin af ráninu er látin renna stoðum undir hina kostulegu lýsingu sem gefin er af honum strax þegar hann er kynntur til sögunnar: Sá maður bjó í Kambi í Hróarsholtshverfi, er Hjörtur hjet, Jónsson. Hann var smábóndi, hinn mesti nirfill og miðlungi vinsæll. Hann bjó með ráðskonu, en hafði aldrei tímt að giftast. Pað höfðu menn fyrir satt, að hann ætti mikið pen- ingasafn. (132) Hin „neikvæðu einkenni“ mannsins koma einkum fram í þeim atriðum sem beinlínis eru í mótsögn við samtímaheimildir, s. s. þegar hann skeytir meira um hinn horfna fé- sjóð sinn en heilsu heimilisfólks síns, vill ekki láta leysa hendur sínar o. s, frv. Atvikin eru þannig sveigð að frásagnarhneigðinni sem er í þá átt að halla á Hjört og draga þannig úr þunga glæpsins. Lengst er þó gengið í þá átt þegar lýst er hugmyndum Sigurðar Gottsveinssonar um hvar þeim fé- lögum bæri helst að ræna, en það var í Skálmholti, vegna þess að bóndinn þar hafði „illt orð á sjer fyrir nízku: höfðu niðursetn- ingar hjá honum ýmist dáið úr hor eða orðið aumingjar“ (176). Þannig er ymprað á þeirri hugmynd að Kambsránsmenn hafi í raun ver- ið verndarar fátækra og refsivendir hinna ríku. Ágóðavonin hafi ekki verið eina hugs- unin að baki glæpnum, heldur hafi hann átt að þjóna sem refsing fyrir nirfilsháttinn er í senn var talinn orsök og afleiðing ríki- dæmisins. Umræddur þáttur sögunnar er annars þannig úr garði gerður að erfitt er að henda reiður á hvað muni áreiðanlegt og hvað mið- ur. Sagnir af Gottsveini Jónssyni föður Sig- urðar fá t.d. flestar stuðning í samtímaheim- ildum svo langt sem þær ná, en á hinn bóg- inn er slíkur þjóðsagnablær á mörgum þess- ara sagna að hæpið er að taka þær bókstaf- lega. Hinar traustu heimildir eru í flestum tilfellum í samræmi við f'óflu sagnanna af þeim feðgum Gottsveini og Sigurði, en þar má einmitt fyrirfram ætla að sannleikskjarna þeirra sé að finna. Ekki er ólíklegt að svip- uðu máli gegni um spæjarahlutverk Þuríðar formanns í sögunni. í frásögn Brynjúlfs er beinlínis gefin skýring á þögn samtímaheim- ilda um mikilsverð atriði þar að lútandi. Segir þar að hlutur Þuríðar í lausn málsins hafi ekki mátt spyrjast þar sem hún hafi óttast um líf sitt (145). Þess má einnig geta að sýslumaður er hljóður sem gröfin um þetta atriði í ævisögu sinni, og var þó Sig- urður Gottsveinsson löngu dauður er hún kom fyrir almenningssjónir. Er því ekki ó- líklegt að Þuríður hafi verið komin örlítið á raupsaldurinn er hún fræddi Brynjúlf ungan um þessi sín merkustu verk. Ef það er rétt hjá Brynjúlfi að ránskafl- inn sé unninn upp úr réttarskjölum, þá gera þau ekki meira en að móta kjarna frásagn- arinnar. Hún kemst nefnilega af og til í mót- sögn við þessi sömu skjöl. Frásögnin af rán- inu inniheldur því stóran sannleikskjarna, en ýmis smáatriði eru ýmist sannanlega röng eða orka tvímælis. I heild er hún því óábyggi- leg á svipaðan hátt og munnmælin, enda 78
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.