Mímir - 01.06.1981, Síða 83

Mímir - 01.06.1981, Síða 83
un er dæmi um. í lokin er enn klifað á hreysti kappans: Hún [vinnukona í Hjálmholti] sá Sigurð hoppa jafnfætis af heygarðsveggnum yfir á fjósvegginn með járnin á fótum og sinn ábætismeis undir hvorri hendi, sumir segja tvo undir hvorri hendi. Raunar var fjósveggurinn nálægt því helmingi lægri en heygarðsveggurinn; en sundið á milli þeirra var líka hjer um bil 8 álna breytt [ca. 4,80 m]. Er þetta til marks um atgjörvi Sigurðar. Er hann og talinn fremstur þeirra bræðra bæði að afli og fimleik, þó allir væri þeir afburðamenn. (225) Mörg önnur frækileg stökk Sigurðar eru tilgreind í sögunni, og fæst jafnótrúleg og þau sem hér hafa verið tekin sem dæmi. Ekki er meiningin að draga í efa að hann hafi verið góður í fótunum, enda víst erfitt um vik. Hitt er öllu bitastæðara að munnmælin, og þá einnig sagan, ganga mikið útá það að klifa á hinu líkamlega atgervi sakamannsins. Er þetta eiginlega eini þátturinn í lýsingu hans sem virkileg áhersla er lögð á, en það tengir hann óneitanlega við Gretti Ásmund- arson og aðra ,,kappa“ Islendingasagna. Þar koma einnig önnur atriði til sem renna enn frekari stoðum undir slíkan samanburð. 2. Hin gæfusnauða hetja. Mikilvægt atriði í Grettlu er ógæfuhug- mvndin3). Hún tengist Gretti og verður n. k. leiðarminni í sögunni. Skömmu fvrir vendi- punkt hennar, viðureignina við Glám. lætur Tökull Rárðarson eftirfarandi orð falla um Gretti þevar hann sér að fundum þeirra Gláms og hans verður ekki afstýrt: „Sé ek nú, at eigi tjáir at letia þik, en satt er þat, sem mælt er, at sitt er hvárt, gæfa eða gorvig- leikr“ (Grettis saga 1936:117). Þessi um- mæli, sem hér birtast í mynd orðskviðar, kristalla þá ógæfuhugmynd sem klifað er á í sögunni. Það vill svo skemmtilega til að svipað orðalag er viðhaft í sögu Brynjúlfs, og þá að sjálfsögðu um Sigurð. Frásögnin er á þessa leið: Á laugardaginn fyrir hvítasunnu kom það til orSa í Múla, að enginn mundi sá, er „klifrað gæti upp í laupinn hans Krumma“- Sigurður lagði fátt til. En á hvítasunnumorgun kom hann snemma til Pórðar, og kastaði hrafnsungunum dauðum fyrir fætur hans. Pórði brá illa við, og sagði við hann á þá leið: „Nú sje jeg það, að þú hefir minni gæfu en gjörfuleik, og ekki vil jeg hafa þig hjer eftirleiðis“. (101—2) Þó frásagnirnar séu ólíkar eiga þær það sam- eiginlegt að í þeim báðum verður kraftadella söguhetjunnar og sókn hennar í „hreysti- verk“ tilefni hliðstæðra ummæla. Auk þess er ekki laust við að frásögn Brynjúlfs minni á meðferð Grettis á fiðurfé föður síns. Þetta eina dæmi væri þó lítils virði ef ekki kæmi fleira til. I sögu Brvnjúlfs er alls ekki klifað á ógæfuhugmyndinni. Hún er þó nefnd a. m. k. einu sinni enn, og kemur þá fvrir í samhengi sem minnir ekki svo lítið á Grettlu. Þegar Grettir fær á sig það vafa- sama orð að hann hafi gerst brennuvargur í Noregi er honum boðið að hreinsa sig með sktrslu. Ókennilegur piltungur gerir at í hon- um við bað tækifæri svo Gretti verður skan- fátt og lemur hann, en skírslan ónýtist. I kiölfarið fvlgir eftirfarandi klausa: ..„Mikill ógæfumaðr ertu, Grettir“, sagði konungr, ..er nú skvldi eigi skírslan fram fara, svá sem nú var allt til búit, ok mun eigi hægt at gera við ógæfu þinni“.“ (Grettis saga 1936:133— 4). Forsaga bessa máls var annars þannig að Grettir ætlaði að gera félögum sínum þann greiða að sækja þeim eld. en til þess varð hann að leggja sig í mikla hættu, a. m. k. ef mið er tekið af ,,venjulegum“ manni. Þetta góðverk snérist honum síðan til ógæfu. í sögu Brynjúlfs er síðan að finna sögn sem um margt er keimlík þessari frásögn allri: Sú sögn hefur gengið, að á ferðinni [þ. e. þegar Sigurður var fluttur út til Koben] hafi þeir hreppt stórveður, hafi þá eitthvað gengið úr lagi fram á „bugspjótinu“, en skipstjóri hafi hikað við að senda nokkurn af skipverjum þangað, því sá mundi hafa bana, er færi, og engu að borgn- ara. Hafi Sigurður þá boðizt til að reyna þetta, og sagt, að þeir væri farnir, hvort sem væri. Hafi 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.