Mímir - 01.06.1981, Side 88

Mímir - 01.06.1981, Side 88
,,morðinu“ er e. t. v. ekki raunhæfur. Kem- ur þar einkum til mjög mismikil afbökun á raunveruleikanum. Fyrsta sögnin úr fangels- inu er höfð úr almennum munnmælum, en hinar tvær eftir mönnum sem ekki urðu vitni að atburðunum, auk þess sem sögurit- arinn hafði engin tök á að afla sér traustari heimilda til samanburðar, eða gerði það a. m. k. ekki. Ránslýsinguna hefur hann hins vegar skjalfesta, vitni eru til frásagnar, og afbökunin verður tiltölulega lítil. Hneigð frá- sagnarinnar er þó í báðum tilvikum hin sama; að draga úr sekt gerandans með því að sverta þolandann. Munnmælin stilla því Hirti bónda í Kambi upp við hlið Reimanns fangavarð- ar andspænis Sigurði. Fangavörðurinn verð- ur þó að teljast fulltrúi sama valds og þeir Jónson og Þórður sýslumaður, sem í raun eru mun meiri örlagavaldar í lífi Sigurðar en fangavörðurinn Reimann. Ef allt væri með felldu ættu þessir þrír fulltrúar laga og rétt- ar að standa sameinaðir gegn Sigurði og fá svipaða einkunn sem andstæðingar hetjunn- ar. Fangarnir geta hins vegar talist samsvara hinum íslenska almúga að því leyti að í fang- elsinu er Sigurði m. a. gefið það hlutverk að vernda lítilmagnann og lækka rostann í rudd- unum. Afstaðan til yfirvaldsins í hinu „ís- lenska“ bændasamfélagi annars vegar, en í hinu „danska“ fangelsi hins vegar felur í sér meginhugmynd sögunnar, hugmynd, sem sprottin er úr samfélagi því sem var við lýði hér á landi þegar sagan og efniviður hennar mótast, nánar tiltekið á ofanverðri nítjándu öld. Væntanlega þarf ekki að fjölyrða um hvaða hræringar í íslensku nítjándualdarsamfélagi séu hér að verki. Fyrst og fremst hlýtur að vera um að ræða það sem í kennslubókun- um heitir SJÁLFSTÆÐISBARÁTTAN og allt sem því fyrirbæri fylgdi; vaknandi vit- und Islendinga um að þeir væru ein þjóð sem búa ætti sjálfstæð og óháð í eigin landi, and- úð á nýlenduveldinu og þ. u. 1. Höfuðpost- ular þessarar vakningar voru að sjálfsögðu menntamennirnir, verðandi eða orðnir full- trúar hins erlenda valds margir hverjir og þannig kollegar Þórðar sýslumanns og Jón- sonar á Ármóti. Og til að sýna nú fram á dug hinnar íslensku þjóðar og jafnvel „yfir- burði kynstofnsins“ var nauðsynlegt að fara nokkuð margar aldir aftur í tímann, því lítið fannst bitastætt fyrr en allar götur aftur á söguöld er hetjur riðu um héruð, hjuggu mann og annan og urðu vel við dauða sín- um. Það er engin tilviljun að Sigurður verð- ur holdtekja sjálfstæðisbaráttunnar í munn- mælunum. Hann á það sameiginlegt með hetjum flestra tíma að mæta einhverri þörf sem fyrir hendi er í samfélaginu hverju sinni (sbr. Óskar Halldórsson 1977:633). Sigurð- armýtan verður til á ofanverðri nítjándu öld. Hún fær því það hlutverk að brúa bilið milli sögualdar þeirrar sem lýst er í Islendinga- sögum og hins „óhetjulega“ bændasamfélags nítjándu aldar til að styrkja það í baráttunni við hið erlenda vald. Og þó þessi tilhneiging skíni óbeint út úr allri sögunni getur Brynj- úlfur ekki á sér setið í lokin ef vera kynni að boðskapur verksins færi nú fyrir ofan garð hjá einhverjum: — Saga þessi sýnir það, að enn á fyrri hluta þessarar aldar var „víkingablóðið“ eigi „dautt úr öllum æðum“ Islendinga: Ókostir þess: ófyrir- leitni og virðingarleysi fyrir annara rjetti, og kostir þess: hjálpfýsi, áreiðanleiki og hugrekki lýsa sjer glögglega hjá þeim feðgum Gottsvini og Sigurði, og að vissu leyti hjá Kolbeinssonum, enda hjá Þuríði formanni, [. . .]. Hjá fleirum mætti benda á ýms einkenni „víkingablóðsins“. Og enn mun það eigi útdautt með öllu. Er mjög óskandi, að oss takist að útrýma ókostum þess, en halda kostum þess eftir. (286) Hetjugerving af þessum toga þarf raunar ekki að koma neinum sem alinn er upp á hetjurómönum á óvart. Hún hefur jafnvel þótt liggja í loftinu fáeinum árum eftir Kambsránið. Alkunna er hversu mikið dá- læti sagnamenn og áheyrendur (eða kannski allt eins sendendur og viðtakendur) hafa alla tíð haft á ýmsum afbrotamönnum og viður- 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.