Mímir - 01.06.1981, Side 90
þegar réttlæting væri ekki við hæfi. Þessi
þróun í viðhorfinu til Sigurðar og gerða hans
(en saga Brynjúlfs er viss endapunktur henn-
ar) er ekki verk söguritarans nema þá að
litlu leyti. Miklu fremur á hún sér rætur í
vaxandi sjálfstæðisvitund íslendinga á nítj-
ándu öld með tilheyrandi Danahatri. Sigurð-
ur er í lokin tekinn í sátt, hann hefur lokið
sinni sendiför á erlenda grund með sigri,
en goldið fyrir með lífi sínu. Eða, eins og
haft er eftir gömlu konunni móður hans,
sem annars var víst ekki lofið útbært: „„Það
var nú það sem við var að búast að hann
vildi hafa mann fyrir sig, hann Sigurður““
(245).
4. Síðborin Islendingasaga?
Nú kynni einhver að halda að hér sé hrein-
lega um síðborna Islendingasögu að ræða.
Þó ýmislegt bendi í þá átt er hitt einnig um-
talsvert sem skilur á milli.
Það þykir lítil íslendingasaga sem ekki er
að einhverju marki hægt að kalla listaverk.
Þar skilur leiðir. Saga Brynjúlfs er ekkert
listaverk í heild sinni þó þar bregði af og til
fyrir lítt brjáluðum munnmælasögnum. Fyrir
höfundi vakir f. o. f. að fræða lesandann um
atburði, misfagra og merkilega eins og geng-
ur. „Fróðleiksgildið“ situr því í fyrirrúmi.
Á hinn bóginn eru ýmsar munnmælasagnir
tilfærðar í sögunni sem hafa umtalsvert „á-
hrifagildi“. Má t. d. nefna sagnirnar af ævi-
lokum Sigurðar sem mótast hafa í endur-
teknum flutningi af viðbrögðum áheyrenda
og lagni sagnamanna við að ná til þeirra með
aðferðum listar sinnar. Þar er líka frjáls-
legast farið með sannleikann. Og þegar á
heildina er litið má segja að „fróðleiksgildi“
frásagnarinnar og viðleitni söguritarans til að
feta þrönga stigu sannleikans beri „áhrifa-
gildið“ ofurliði. Utkoman er merkilegt sam-
bland af þurrum fróðleik og frumstæðum
reyfara.
G. J. harmar í formála sínum (1975) að
Brynjúlfur skuli ekki hafa kynnt sér frásagn-
ir fleiri samtímaheimilda. Það er hins vegar
skemmtileg staðreynd að nú getur hver sem
er skrifað sögu Kambsránsins „eftir bestu
fáanlegum heimildum“. Það sem Brynjúlfur
hefur úr munnlegri geymd er hins vegar ó-
metanlegt. Um sagnamyndunina er bók hans
ein til vitnis. Mér er því skapi næst að harma
að hann skuli ekki hafa látið samtímaheim-
ildirnar alveg lönd og leið. Hliðstæð saga
sem eingöngu væri byggð á sögnum og al-
mennum munnmælum og án alls stuðnings
við samtímaheimildir og annað það sem
„treysti“ frásögnina hefði vafalaust orðið
stórkostleg lesning, en umfram allt ótvíræð-
ari vitnisburður um hugsanagang þjóðarinn-
ar á umbrotatímum.
HEIMILDIR:
Birgir Sigurðsson (1978): ömurlegur dúett, Lesbók
MorgunblaBsins, 42. tbl.
Bréfabók Árnessýslu, Árn. III. 7, 1828—1831, í
Pjóðskjalasafni. Bréfab. Árnessýslu, Árn III. 8,
1831—1835, í Þjóðskjalasafni. Bréfab. Árness.,
Árn III. 9, 1835—1838, í Þjóðskjalasafni.
Brynjulf Alver (1973): Historiska sagner och histor-
isk sanning, í Tro, sanning, sagen, Stockholm.
(Upphaflega í Norveg 9, Osló 1962).
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi (1893—97):
Sagan af Puríði formanní og Kambsránsmönn-
um, Reykjavík. (1910): Ýmsar greinar, Árbók
Fornleifafélagsins. (1911): Bólu-Hjálmars saga.
Símon Dalaskáld safnaði efni, Eyrarbakka.
(1912): Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu,
Reykjavík. (1975): Sagan af Puríði formanni
og Kambsránsmönnum, útg. dr. Guðna Jónsson-
ar með formála og athugasemdum útgefanda
ásamt nokkrum fylgiskjölum.
Dómabók Árnesþings, Árn V. 14, 1820—1827, í
Þjóðskjalasafni. Árn V. 15, 1827—1828, í Þjóð-
skjalasafni.
Dómsskjöl, Árn VII. 1, 1822—1830, í Þjóðskjalas.
Grettis saga (1936), Islenzk fornrit VII., Rvík.
Islenzkir sagnaþættir og þjóðsögur (1942), dr. Guðni
Jónsson skrásetti, III. bindi, Reykjavík.
Jóhann Kristjánsson (1912): Saga Natans Ketilsson-
ar og Skáld-Rósu, Óðinn 8. árg. 9. tbl. (Rit-
dómur).
88