Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 93
er því best að byrja á að líta aðeins á þann
heim sem þær lifa í, heim hetjusögunnar.
Hetjubókmenntir verða yfirleitt til, þrosk-
ast og dafna, í samfélögum sem leggja mikið
upp úr hermennsku og hreysti, svo sem við
hirðir konunga. Efnivið sinn sækja þær oft til
liðinna umbrotatíma. Sögur eru spunnar um
fræga herkonunga og kappa þeirra, og í minn-
ingunni safna þeir sífellt um sig fleiri afreks-
mönnum og hetjum3) og sögurnar aukast að
vöxtum þegar á líður. Þannig héldu hinar
germönsku sögur um hetjur þjóðflutninga-
tímanna áfram að vaxa og mótast löngu eftir
að þeir voru afstaðnir. Sögurnar mótuðust
samkvæmt ákveðinni frásagnarhefð, persón-
ur þeirra komust í bland við goð og vættir
og hættu smám saman að snerta jörðina,
urðu goðum líkar og hátt hafnar yfir allt
venjulegt mannlíf. Það sama má segja um
hetjur Hómers. Upphaflega eiga þær að hafa
tilheyrt samfélagi hins mykeanska víkinga-
tíma, en í sögunum voru þær hafnar upp á
æðra svið, hetjusviðið, sem sveif í loftinu
einhversstaðar milli jarðarinnar og bústaða
hinna sælu guða.
Jafnframt því að hetjusagan á rætur í um-
brotum sögunnar, sækir hún til helgiathafna
og trúarbragða frumstæðra þjóða eins og
komið verður að síðar. Og jafnvel þótt ein-
hverjir þeir kappar sem hetjusögurnar segja
frá hafi verið til í raun og veru, segja sögurn-
ar oklcur trúlega lítinn sannleik um þá sjálfa
eða þá tíma sem þeir lifðu á. Ymislegt í kvið-
um Hómers vísar t.d. fremur til hans eigin
tíma (um 800 f.kr.) heldur en mykeanska
tímans (um 1200 f.kr.), svo sem herstjórnar-
list sú og þeir stjórnarhættir sem kviðurnar
lýsa. Enda er hetjusagan bókmenntaform sem
á lítið skylt við sagnfræði. Það er því álíka
óeðlilegt að líta á þær sem vitnisburð um ein-
hverja löngu liðna hetjuöld eins og ef bók-
menntafræðingar framtíðarinnar ályktuðu, út
frá leynilögreglusögum nútímans, að síðustu
hundrað árin hafi verið einhvers konar „lög-
regluöld“. Því þótt sjálfsagt eigi bæði hetju-
sagan og leynilögreglusagan rætur í því þjóð-
félagi sem skapar þær er engan veginn þar
með sagt að þær gefi neina raunsanna mynd
af því.
Hvarvetna þar sem hetjusögur (í þeirri
merkingu sem orðið er notað hér) eru til,
hafa þær þróast munnlega. Þetta á jafnt við
um norræn Eddukvæði, forngrísk epos, norð-
ur-amerískar landnemasögur úr villta vestr-
inu og íslenskar þjóðsögur um Gretti sterka.
Þegar sögurnar eru sagðar er sögumaður um
margt í svipaðri aðstöðu og barnfóstra sem
segir krökkum söguna um Búkollu eða Rauð-
hettu í hundraðasta skipti. Áheyrendur
þekkja söguefnið. List sögumannsins er fólg-
in í því að segja skemmtilega frá, en hann er
bundinn við vissa atburði sem eru áheyrend-
um vel kunnir. Þess vegna semur hann ekki
söguna í sama skilningi og rithöfundar nú-
tímans, heldur er um að ræða samband túlk-
andi og skapandi listar.
Áberandi einkenni hetjusagna er það, að
þótt sagt sé frá stórorrustum og öðrum merk-
isviðburðum í sögu þjóðar, er áherslan jafnan
á einstaklingnum, hetjunni. Ekkert ber á við-
leitni til að upphefja eina þjóð á kostnað ann-
arrar, heldur er hetjan upphafin sem einstakl-
ingur. Og aðalandstæðingur hennar er gjarna
upphafinn líka, því hetjan verður að eiga sér
verðugan andstæðing, sem annað hvort hlýt-
ur þá að vera önnur hetja, ekki minni, eins
og Hektor sem er andstæðingur Akkillesar,
eða einhver ómennsk forynja eins og Fáfnir
eða þeir miður þokkalegu gripir sem Bjólfur
átti í höggi við. Nú kynni einhver að bera á
móti þessu og benda t. d. á Eneasarkviðu sem
dæmi þess að ein þjóð sé upphafin á kostnað
annarrar. En þá er því til að svara, að með
„hetjusögu“ er hér átt við sögu sem er upp-
haflega orðin til innan munnlegrar hefðar, en
ekki skáldverk eins höfundar, eins og Eneas-
arkviða Virgils óneitanlega er. Hitt er svo
annað mál, að sem tímar liðu og ýmsar þjóðir
fengu þá flugu að þær væru öðrum þjóðum
betri, var farið að nota hetjubókmenntirnar
91