Mímir - 01.06.1981, Side 95

Mímir - 01.06.1981, Side 95
ekki að njörva hetjubókmenntir niður í tvo flokka sem ekkert eiga sameiginlegt, heldur að benda á viss atriði sem varða miklu um blæ þeirra, og eina leið (af mörgum mögu- legum) til að flokka þær. Slíka flokkun tel ég á margan hátt til glöggvunar, þótt hún geti engan veginn verið einhlít, fremur en önnur flokkun bókmennta. Samkvæmt þessari flokkun einkennast hin- ar björtu hetjur af heiðríkju og léttum blæ, og umhverfi þeirra er fagurt og glæsilegt, en hinar dimmu hetjur lifa í dapurlegum heimi skugga og drungalegs umhverfis. Það sem skapar muninn eru ekki fyrst og fremst þeir atburðir sem henda hetjuna. T. d. vega þeir Sigurður og Bjólfur báðir dreka, en gerólíkur blær er yfir drekavígum þeirra. Það sem skapar muninn er fremur hvaða hlutverk hetjurnar og óvinir þeirra hafa í samfélagi mannanna. Sigurður vegur Fáfni til fjár, hefði hann fallið í viðureigninni væri það fyrst og fremst hans einkamál. En andstæðingar Bjólfs eru aftur andstæðingar allra manna, öfl upp- lausnar og dauða sem Bjólfur berst við ör- væntingarfullri og óeigingjarnri baráttu. Um eðli þessara óvina lífsins verður fjallað nánar síðar, en hér látið nægja að benda á þetta mis- munandi hlutverk andstæðinganna, sem eitt atriði af fleirum sem stjórna því hvort hetja tilheyrir bjarta eða dimma flokknum. Annað atriði sem veldur hér nokkru um eru sviðs- lýsingar. Því víðara sem sviðið er og því fleiri jákvæðum atriðum sem er lýst, því bjartara verður yfir hetjunum. Þetta er greinilegt í Ilionskviðu, þar sem hin fagra veraldarsýn sögumanns, sem kemur fram t líkingum og fögrum myndum, lýsir upp hverja blaðsíðu kviðunnar: ,.Svo sem þegar meónsk eða kárversk kona litar fílsbein í purpuralit, til að hafa í kinnbjargir á hestabeizlum, er það fílsbein geymt í gripahirzlu, og vilja margir reiðmenn eignast það, en það er geymt þar sem kostgripur handa einhverjum konungi, því það er jafnt hestinum til búnings- bótar, og til ágætis þeim, er keyrir (ekur); í þá líking lituðust í blóði bæði hin velvöxnu lær þín, Menelás, og fótleggirnir þar fyrir neðan, og svo ökklarnir."4) „Sátu þeir svo alla nóttina á vígvellinum, og voru hinir hugrökkustu; brunnu þar margir eld- ar hjá þeim. Eins og þegar stjörnur sjást á himni í kringum hið bjarta tungl, ber mikið á þeim, þegar uppheimsloftið er vindlaust, og sjást þá allar stjörnurnar, og verður hjarðmaðurinn glað- ur af því í huga sínum: eins margir voru eldar þeir, er Trójumenn kyntu, og sáust brenna fyrir framan Ilionsborg milli skipanna og Ksan- þusstrauma; voru þúsund eldar kyntir á vellin- um, en hjá hverju báli sátu 50 menn við loga hins brennanda elds; en hestarnir stóðu við kerrurnar, og átu hvítt bygg og einkorn, og biðu hinnar stólprúðu Morgungyðju."5) Slíkar myndir bregða birtu yfir kappana þótt örlög þeirra séu dapurleg: ..Því guðirnir hafa skapað vesölum mönnum það hlutfall, að þeir skyldu lifa við harma, en sjálfir eru guðirnir sorgalausir. Á hallargólfi Seifs standa tvö ker; í þeim kerum eru gjafir þær, er guðirnir veita; í öðru kerinu er hið illa, en í hinu hið góða. Veiti hinn þrumuglaði Seifur einhverjum manni beggja blands af kerum þess- um, þá ratar sá maður ýmist í gæfu, ýmist í ó- gæfu; en þeim sem hann úthlutar hörmungun- um, þann mann gerir hann svívirðilegan; þann mann eltir sár sultur um víða veröld; hann ráf- ar hingað og þangað, og er hvorki virtur af guðum, né mönnum“.6) Sú fagra veraldarsýn skáldsins, sem fram lcorn í fyrri tveim tilvitnununum virðist í nokkru ósamræmi við þá skoðun á mannlíf- inu sem kemur fram í þeirri síðustu. Til þess að skýra þetta ósamræmi, verður að athuga nokkuð stöðu sögumanns innan verksins. Þess ber þá fyrst að geta, að Hómer kveður ekki um það mannlíf sem hann þekkti úr samtíð sinni, heldur um upphafna fortíð þar sem önnur lögmál gilda en í því lífi sem hann þekkti af eigin raun. Þessvegna á sögumaður auðvelt með að stilla sér upp utan þess heims sem hann kveður um og renna augum vfir hann sem hlutlaus áhorfandi úr fjarlægð, hátt hafinn yfir ys og þys tilverunnar, án þess að leggja nokkurn dóm á hana eða misvirða það 93
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.