Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 97

Mímir - 01.06.1981, Qupperneq 97
4. Eitt af því sem sannar hvað hetjusagan á lítið skylt við sagnfræði er það, hvað æviferill allra hetja er líkur. Sömu minnin koma fyrir aftur og aftur og flest eru þau tengd þrem atburðum í lífi hetjunnar: Fæðingu, dauða og afrekum hennar, sem hún vinnur jafnan á unga aldri. Afrek þessi eiga lítið skylt við söguleg hernaðarafrek venjulegra konunga. Hetjan stjórnar ekki her, heldur vinnur hún afrek sín upp á sitt eindæmi, í einvígjum við aðra konunga eða kappa, risa, dreka eða ein- hverjar ámóta forynjur. Fæðing hetju á sér oft stað undir óvenju- legum kringumstæðum (sbr. Sigurður í Pið- riks sögu af Bern), hún er jafnan konungbor- in (Sigurður, Akkilles, Bjólfur), og oft goð- kynjuð (Sigurður, Akkilles). Annað hvort er hetja fram úr öllu hófi bráðþroska, og fær krafta sína og yfirburði strax sem barn, eða þá hún er ákaflega lítt efnileg í æsku (kol- bítsminnið). Yfirleitt segir ekki mikið af bernsku hetjunnar, næsti stóratburður í lífi hennar er eitthvert afrek, sem hún vinnur ung, eða a. m. k. áður en hún hefur fest ráð sitt og tekið við ríki, (sbr.: víg Fáfnis, Sig- urður, og víg Grendels, Bjólíur). Eftir að hafa sannað yfirburði sína yfir aðra menn með afrekum þessum, kvænist hetjan oft eða lendir í einhverju ástarævintýri (Sigurður -f Brynhildur/Guðrún/Sigurdrífa, Akkilles + Briesis?) og á svo náðuga daga sem konungur þar til hún deyr (Sigurður, Bjólfur). Hetjur deyja oft ungar (Sigurður, Akkilles) og dauða þeirra ber ekki að höndum á neinn venjulegan hátt, enda eru þær oft ósæran- legar (Sigurður, Akkilles) og deyja fyrir ein- hverskonar slys (sbr.: Sigurður í Niebel- ungenlied, þar sem Kriemhild gloprar því út úr sér hvar sá eini staður á líkama hans er sem vopn bíta), eða svik. Þó er dauði hetj- unnar ekkert sem kemur á óvart, yfirleitt eru komnir fram ótal fyrirboðar um hann, og hetjan veit oft, hvernig dauða hennar mun bera að höndum, en hún fær ekki að gert nema fórna sæmd sinni. Nú kynni einhver að segja, að það sé varla neitt undarlegt, þótt hetjusögurnar leggi á- herslu á þessa þrjá atburði, svo mikilvægir sem þeir eru, en þeim sömu skal bent á að rifja upp ævisögu sigursæls herkonungs, sem endar ævina fremur raunalega, eins og t.d. Napóleons, og bera saman við ævisögu Sig- urðar Fáfnisbana. Það sem við vitum um Napóleon snertir ekki fyrst og fremst fæð- ingu hans og dauða, heldur herstjórnarafrek og stjórnsýslu. En það sem við ,,vitum“ um Sigurð snertir einkum fæðingu hans, afrek sem kvonfang fylgir og dauða. I Eddukvæð- um vegur hann Fáfni og fer síðan upp á fjallið og ristir brynjuna af valkyrjunni. I Niebelungenlied vinnur hann það afrek að fara í hættuför til Islands og sigra Brynhildi í íþróttum, og fær Kriemhildar á eftir. Bent hefur verið á að þetta samband afreka og kvonfangs tengist vígslum ungmenna, sem fram fara hvarvetna hjá frumstæðum þjóð- um.3n) Við þessar vígslur eru kynþroska pilt- ar látnir sanna karlmennsku sína, með því að ganga gegnum einhverjar raunir eða leysa einhverjar þrautir. Standist þeir raunirnar eru þeir teknir í hóp fulltíða karlmanna og mega kvænast. Þannig geta tengsl afreka og kvon- fangs, sem eru svo algeng í hetjusögum, ver- ið komin til. Hugsunin að baki þessara vígslu- athafna er, eins og við skírn kristinna manna sú, að barnið deyi og nýr maður rísi upp. Þessar vígslur voru því ekki aðeins þrautir til að prófa hæfni ungmennanna, heldur líka helgiathafnir. Ein af þrem helgiathöfnum sem hver karlmaður gengur í gegnum hjá flestum ,,frumstæðum“ þjóðum. Hinar tvær fóru fram við fæðingu og dauða. Helgiathöfnum þessum fylgdu goðsagnir, því helgiathöfnin hermdi eftir innihaldi goðsögunnar og goð- sagan gaf helgiathöfninni merkingu.11) En þegar goðsagan losnaði frá helgtathöfninni og varð ,,saga“, var kominn fram vísir munn- legra bókmennta eða sagnaskemmtunar. 95
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.