Mímir - 01.06.1981, Page 98

Mímir - 01.06.1981, Page 98
Þannig gætu þessi þrjú áhersluatriði hetju- sagnanna verið upprunnin í helgiathöfnum sem eru sameiginlegar flestum þjóðum á ákveðnu menningarstigi. Sagt var að hugsunin á bak við unglinga- vígslurnar væri sú að unglingurinn dæi en upp risi nýr maður. Þessi sviðsetning dauð- ans er stór þáttur í mörgum (frumstæðum) trúarbrögðum. Fræg er saga fyrstu Mósebók- ar (22. k.) af því þegar Abraham átti að fórna svni sínum, en fékk á síðustu stundu boð um að fórna hrút í staðinn. Slík sviðsetning fórn- ardauða virðist ganga aftur í hetjusögum sem það, sem Albert Lord kallar ,,substitutional death“ og ,,an almost death“, í bók sinni, The Singer of Tales. Sem dæmi tekur hann dauða Patróklusar í Ilionskviðu: „Patroclus ‘entrance into the battle parallels that of Achilles, for whom he is a double. He enters in disguise in Achilles' armour (not quite com- plete, for the spear is lacking) and with Achilles’ horses . . . Disguise, recogniton, a struggle with an opponent (supernatural) who almost over- comes him, iink Patroclus’ fighting with that of Achilles. Only their ultimate fates in the battle are different, although Patroclus’ death in Ac- hilles’ armour and in his stead is also Achilles’ death by proxy.“12) Þetta minni virðist afar útbreitt. Elsta dæmi sem við þekkjum um það er í Gilgames- arkviðu, sem er hetjukviða frá Mesópótamíu, trúlega um 1200 árum eldri en kviður Hóm- ers. Þar deyr Enkidu í stað Gilgamesar, og eins og Albert Lord hefur bent á, virðist það ganga aftur í Bjólfskviðu: ..Beowulf shows some detailed relationship with the Achilles-Patroclus pattern as well. A case might be made for Aescere as a Patroclus, that is, the close friend who is killed before the encounter of the hero with the enemy. Indeed, unless one interprets his death in this manner, he is at loss to understand it; for Beowulf is app- arently present at the time of Aescere’s slaughter and does nothing about it. We have said in the previous chapter that mythic heroes of this type can die by substitution or symbolically, or by undergoing an ,,almost-death“. It would pro- bably be accurate to say that Beowulf, like Ac- hilles, has undergone death twice, even three times, in the poem before the dragon episode. First his journey itself into the land of Hrothgar is an expedition into the other world; he dies by substitution in the person of Aescere; and he undergoes an „almost-death“, similar to Achilles’ fight with the river, in his struggle with Gren- del’s dam.“13) Mörg önnur minni ganga aftur í hetjusög- um, og virðast fylgja þessari bókmenntagrein, þótt ekki verði þau tíunduð hér, en hollenski fræðimaðurinn Jan de Vries, sem kunnur er fyrir rannsóknir sínar á hetjubókmenntum, látinn hafa síðasta orðið: „It is remarkable that among so many nations the lifehistory of a hero again and again reveals the same features. The result of this is that the heroes of virtually all parts of the world have features in common. In such cases of similarity one should not be too quickly inclined to speak of borrowing."14) 5. Hingað til hefur verið talað um hetju sem eitthvert alþjóðlegt fyrirbæri án þess að taka tillit til þeirra staðbundnu menningarað- stæðna sem sögurnar eru sprottnar úr, því þótt margt sé líkt með hetjum frá ólíkum tímum og þjóðum, hafa þær þó sín sérkenni, sem eru háð því við hvernig menningarað- stæður sögurnar mótast. Nú skal því fjallað lítillega um muninn á þeim menningarheimi sem Akkilles er sprottinn úr og þeim sem fóstraði þá norrænu kappa, Sigurð og Bjólf. Um sérkenni þessara menningarheima verður þó ekki fjallað að öðru leyti en hvað varðar þennan mun, einkum með tilliti til trúar- bragða, og það aðeins í svo stórum dráttum að óhætt er að setja Sigurð og Bjólf undir sama hatt, (þó með vissum fyrirvara hvað varðar Sigurð í Niebelungenlied). Sá ljóður verður reyndar á þessari umfjöll- 96
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.