Mímir - 01.06.1981, Page 99

Mímir - 01.06.1981, Page 99
un að heimildir um menningu og trúarbrögð þessara fornþjóða eru að miklu leyti sóttar í bókmenntir. Þannig að komið er út á þann hála ís, að álykta út frá bókmenntum hvernig menningu hefur verið háttað í því samfélagi sem skóp þær, og álykta síðan út frá þeim ályktunum hvernig menningaraðstæður þess- ar hafa mótað bókmenntirnar. Frá fræðilegu sjónarmiði kann þetta að virðast harla hæpið, en má þó afsaka með því, að þær trúarhug- myndir og sú heimsmynd sem hetjubók- menntirnar spegla hafa trúlega verið þær sömu og menn töldu hetjurnar hafa lifað eft- ir og tilheyrt. Og þar sem hetjubókmennt- irnar höfðu að noklcru leyti það hlutverk að vera mönnum til fyrirmyndar og kenna þeim, þá hlióta þær hugmvndir sem þær spegla a. m. k. að hafa notið mikillar virð- ingar í þeim samfélögum sem þær eru sprottnar úr. Heimsmynd Ilionskviðu er t stórum drátt- um á þá leið að ofar mönnum ríkja guðirn- ir, þeir eru sælir og glaðir, enda ódauðlegir, en þó ekki almáttugir, heldur settir undir örlögin. Orlögin eru þó enginn persónulegur valdhafi, heldur einhverskonar allsherjarlög sem guðirnir verða að beygia sig undir. En hótt guðirnir láti sig hafa það að hlvða ör- lögunum eru beir þrætugiarnir og breyskir, og siðferðilega á lægra stigi en hetjurnar í mann- heimum. Tilvera heirra einkennist af gáska og alvöruleysi. Þeir hugsa mest um siálfa sig og eru mönnunum oft óvinsamlegir. Þeir eru fremur persónugervingar náttúruafla en góð- ir guðir, og hafa sem slíkir litla siðferðilega ábvrgð. Mennirnir eru gagnvart guðunum eins og smælingjar gagnvart höfðingium. Þeir geta ttnnið sér hylli guðanna með fórn- um, en beir geta líka móðgað þá með bví að sýna ofmetnað (hybris), sem þeim hefnist jafnan fyrir. Sá sem sýnir ofmetnað, eins og Akkilles gerði þegar hann neitaði að sættast við Agamemnon, hlýtur makleg málagjöld (nemesis), þannig að þrátt fvrir duttlunga guðanna er visst réttlæti í heiminum. En líka visst alvöruleysi, því tilveru guðanna var eng- an veginn ógnað og líf mannanna var hvort sem var tilgangslaust, og ekki til annars en lifa því og njóta meðan það entist. Hetjur Grikkja eru að nokkru sinnar eig- in gæfu smiðir. Ógæfa þeirra er yfirleitt af- leiðing af einhverri tragiskri sekt (hamartia). Þannig er dauði Patróklusar, — sem er, eins og sagt hefur verið, einskonar sviðsettur dauði Akkillesar, — afleiðing af ofmetnaði (hybris) Akkillesar. Þannig skapa kapparnir sér sjálfir örlög með breytni sinni. Og þótt þeir ráði ekki alltaf hvað þeir gera, því glæpskan (ate) tiplar léttfætt á höfðum kon- un?a jafnt sem minniháttar manna, þá eru örlögin allavega ekki eins ósveigjanleg og hörð og í hugmyndaheimi norrænna manna. Hjá Sigurði og Bjólfi þarf engin tragisk sekt (hamartia) að koma til, til að örlög þeirra séu dapurleg. Heldur er veröldin beinlínis órétt- lát, þannig að hinum bestu mönnum eru bú- in ill örlög, þótt þeir eigi sjálfir enga sök þar á. Oftast standa kapparnir þó frammi fvrir einhveriu vali, þótt kostirnir séu jafnan báðir illir. Þeir velja þá jafnan þann kostinn sem meiri sæmd er að, þótt það kosti þá lífið. Og ólíkt því sem er hjá Grikkjum býðír ekk- ert að leita aðstoðar æðri máttarvalda. Kapp- inn stendur alltaf einn og svar hans við von- lausum heimi er algert æðruleysi, og það að hv.ika hvergi frá ýtrustu kröfum sem þarf að uppfylla, til að öðlast þá sæmd sem kappinn setur ofar öllu öðru. Þótt reyndar sé nokkuð erfitt að átta sig á heiðnum trúarbrögðum germanskra þjóða, því að allar heimildir um þau eru komnar til okkar íiegnum kristna menn, þá virðist ljóst að sambandi manna og guða var nokkuð öðru vísi háttað en hjá Grikkjum. í norrænum trúarbrögðum áttu menn og guðir nefnilega sameiginlegra hagsmuna að gæta, báðum var óvnað af jötnum, Miðgarðsormi og öðrum öflum tortímingar og dauða. Og það sem meira er, þessi öfl mundu sigra um síðir, svo guðirnir voru engan veginn ódauðlegir, 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.