Mímir - 01.06.1981, Page 104

Mímir - 01.06.1981, Page 104
skapar. „í bókinni er ékki hugmyndafræði- leg úttekt á íslenskum ljóðum módernism- ans“, eins og Eysteinn segir sjálfur (10) og það er einmitt höfuðgalli bókarinnar. Hug- takaþokan sem einkennt hefur módernism- ann í íslenskri ljóðagerð verður ekki rofin án slíkrar könnunar, því eins og Eysteinn segir réttilega er módernisminn „ekki aðeins uppreisn gegn hefð tjáningarformsins, heldur felst einnig í honum afneitun viðtekinna lífs- viðhorfa og um leið nýtt mat á gildum lífsins og formgerð samfélagsins“. (281) Nefnd hafa verið nokkur hugmyndaleg at- riði sem telja má einkennandi fyrir módernan skáldskap. (Sjá t. d. Halldór Guðmundsson: „Sjödægra, módernisminn og syndafall ís- lendinga“, Svart á hvítu, 2. tbl., 1978): 1. Efinn um sjálfsvitundina. 2. Firring mannsins í heiminum. 3. Gildiskreppa. 4. Einangruð staða skáldsins. 5. Heimsendasýn. Þótt deila megi um það hvort þessi ein- kenni séu algild fyrir módernan skáldskap, eru þau a. m. k. æði oft til staðar. Þannig hefði könnun á þessum einkennum aukið mjög á gildi bókar Eysteins og gert rannsóknir hans marktækari, jafnvel breytt niðurstöðum hans. Maður hefur það nefnilega oft á til- finningunni að atómskáldin sem bókin fjallar um séu kannski ekki öll eins miklir módern- istar og Eysteinn vill vera láta, a. m. k. ef þau eru borin saman við erlend skáld. Slíkur samanburður hlýtur að vera eðlilegur fyrst notað er alþjóðlegt hugtak eins og módern- ismi. Bragbreyting er eitt, módernismi er annað. En þó Eysteinn virðist gera sér þetta ljóst setur hann víðast hvar jafnaðarmerki þar á milli. En snúum okkur þá að öðrum hlutum. Fyrir Eysteini eru atómskáldin þröngt af- markaður hópur, 5 skáld: Einar Bragi, Hannes Sigfússon, Jón Óskar, Sigfús Daðason og Stefán Hörður Grímsson. Það skýtur því dáldið skökku við að bókin fjallar allt eins um ýmis önnur skáld, svo sem Stein Steinarr, Jóhannes úr Kötlum og Jón úr Vör. Sömu- leiðis er heiti bókarinnar nokkuð villandi að því leyti, að með því er gefið í skyn að atóm- skáldin 5 sem hópur séu frumkvöðlar „mód- ernisma“ í íslenskri ljóðagerð; þegar skáld- skapur þeirra er skoðaður kemur í ljós að þau sækja um margt til eldri skálda. Sömu- leiðis er það athyglisvert að þegar Eysteinn er að lýsa einkennum módernra ljóða tek- ur hann óeðlilega oft dæmi úr ljóðum ann- arra en atómskáldanna, einkum úr ljóðum Steins, Jóhannesar og Snorra Hjartarsonar. Einnig er það ljóst að atómskáldin voru ekki ein ungra skálda að yrkja módern ljóð um og eftir 1950. Ef nota á orðið atómskáld virðist þannig að miklu leyti eðlilegt að stækka hópinn og láta það ekki einungis ná yfir þessi fimm skáld. Eysteinn nefnir að vísu þrjá samherja atómskáldanna, þá Anonymus, Thor og Jónas Svafár, en spurningin er hvort ekki megi bæta ýmsum fleirum í hópinn, sem komu að vísu aðeins seinna fram en fimmmenningarnir, en urðu ekkert mikið seinni en sumir þeirra að gefa út módernar ljóðabækur. Þarna má nefna fólk eins og Arnfríði Jónatansdóttur, Jóhann Hjálmarsson, Dag Sigurðarson, Ara Jósefsson og Jón frá Pálmholti. Á þessi skáld minnist Eysteinn ekld einu orði, auk þess sem hann bendir ekki á nein sameiginleg skáldskapar- einkenni í ljóðum atómskáldanna fimm sem réttlæta það að einangra þau sem sérstakan hóp. Það sem skipar þeim saman í sveit er að sögn Eysteins það að: „Þau eru samtímis á ferð, á líkum aldri, vaxin úr svipuðu félags- legu umhverfi, hafa lík viðhorf til lífsins, þjóðfélagsins og skáldskaparins“. (101) Þetta virðist að miklu leyti vera óeðlileg aðferð til að flokka skáldskap. Þannig eru öll atóm- skáldin nema Sigfús með í Ljóðum ungra skálda (1954) og ekkert bendir til þess að þar standi þau sér á parti og aðgreind frá öðrum skáldum, skáldin í þessari bók eru á 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.