Mímir - 01.06.1998, Blaðsíða 37
37
samhljóða voru heldur fleiri, 81 á móti 68
kvenmannsgælunöfnum með tvöföldun.Sjá
töflu 1 hér að aftan.
4.2.2 Tvöföldun samhljóðs
þar sem tvö koma til greina
Þegar tvö samhljóð koma á eftir sérhljóð-
inu sem notað er í gælunafninu er annað yflr-
leitt fellt brott og hitt notað, ýmist tvöfaldað
eða ekki. Þegar fyrra hljóðið hefur verið fellt
brott en hið síðara notað til myndunar gælu-
nafns var það greint sem samhljóðabreyting.
Til dæmis má nefna að slíkt gerist í myndun
Kriti af Kristján/Kristinn, Aubý - Auðbjörg,
en algengara er að það gerist í gælunöfnum
sem verða til með tvöföldun, t.d. í Addi -Andr-
és, Bjöggi - Björgvin, Kalli - Karl, Stakki -
Starkaður, Hjödda - Hjördís, Magga - Mar-
grét, Kitta - Kristín, Obba - Þorbjörg.
Athyglisvert er að skoða hvort finna megi
reglu í því hvort samhljóðið lengist ef tvö
korna til greina, t.d. í nöfnurn eins og Baldvin
(þar sem l og d koma til greina, Balli, Baddij,
Guðmundur (ð og rn, Guddi, Gummi), Kjart-
an (r og t, Kjarri, Kjatti), Magnús (g og n,
Maggi, Manni), Valgeir (l og g, Valli, Vaggi),
Þorvaldur (r og v, Þorri, *Þovvi>Þobbi) og
svo framvegis.
Hvort sem l er fyrra hljóð eða síðara af
tveimur sem til greina kemur að tvöfalda í
gælunafni virðist tilhneigingin frekar vera sú
að það tvöfaldist ([1:]) en að hitt hljóðið geri
það, þó stundum komi hvort tveggja til greina.
Þegar -Ig- er í nafni verður það -ll- (Valgeir -
Valli), ðl>ll (Guðlaugur - Gulli), nl>ll (Gunn-
laugur - Grulli, Gunnlaug - Gulla), rl>ll (Karl
- Kalli), lv>ll (Solveig - Sollaj. -If- getur hvort
sem er breyst í -//- eða -ff- (Úlfar - Úlli, Álfbeið-
ur -Alla, Májfý - Málfríður). Á sama hátt get-
ur -1 d- hvort sem er orðið -//- eða -dd- (Baldvin
- Balli og Halldóra - Haddy) og -hn- getur
ýmist orðið -//- eða -mm- (Hjálmar - Hjalli,
Hólmsteinn - Hommi, Hilmar - Himmx). Eins
getur -Ib- hvort sem er orðið -//- eða -bb- (Kol-
brún - Kolla, Salbjörg - Salla og Kobbi - Kol-
beinri). Hér er líkt og kvenmanns- og karl-
mannsgælunöfn séu ólík að þessu leyti, en
ekki er víst að svo sé.Vel er hægt að ímynda sér
að Kolli6 sé til sem gælunafn Kolbeins alveg
eins og Kolla er gælunafn Kolbrúnar. Hvort
sem það er tilviljun eða ekki finnst mér sarnt
skrítið að hugsa til þess að Kolbrún gæti alveg
eins haft gælunafnið Kobba og veit ekki til
þess að slíkt sé til. Ef það er ekki til er samt
Ijóst að það sem ræður því hvort hljóðið tvö-
faldast er ckki aðeins hljóðfræðilegt heldur er
það að einhverju leyti háð tilviljun, eða
kannski smekk málhafa á því hvaða hljóð þeir
kjósa að nota í hverju gælunafni.
Þegar -fl- er í nafni eins og í karlmannsnafn-
inu Hafiiði virðist / ekki tvöfaldast heldur
kemur tvöfalt lokhljóð (b) í gælunafninu
Habbi. í venjulegum framburði á klasanum -fl-
verður lokhljóðun ([þl]), þ.e. í orðurn eins og
afl, afli, efla, hefla, tefla o.s.frv., en í samsett-
um orðum t.d. aflaga, aflát, aflausn hóflátur,
líkt og um er að ræða í þessu tilfelli (Hafliði),
verður yfirleitt ekki lokhljóðun, heldur [vl]-
framburður og hef ég aldrei heyrt nafnið bor-
ið fram öðruvísi svo hér er gert ráð fyrir sam-
hljóðabreytingu (f>b).
Þegar ð stendur á undan / (-ðf) verður ff í
gælunafninu en ekki -dd- (Guðfinna - Guffaj
hugsanlega vegna þess að Gudda er tengt við
nafnið Guðríður (og því væri Guðfinna sem
kölluð væri Gudda líklega talin heita Guðríð-
ur). Eins og áður var sagt virðist -ðl- verða -//-
(Guðlaugur - Gulli). Nöfn sem hafa -ðr- geta
aftur á móti ýmist haft gælunöfn með -dd-
(Diðrik - Diddi, Koðrán - Koddi, Guðríður -
Guddaj eða -rr- (Guðríður - Gurra, Guðrún -
Gurry). Þó er ekkert dærni um karlmannsgælu-
nafn með ðr>rr (og Korri, Dirri virðast
ómöguleg).
í rnyndun gælunafns virðist -ðb- hvort sem
er geta orðið -bb- eða -dd- en einungis er eitt
dæmi urn hvort á listanum (Guðbrandur
Gubbi, Gudda - Guðbjörg). Nöfn sem hafa
-ðv- virðast aftur á móti aðeins mynda gælu-