Mímir - 01.06.1998, Side 63

Mímir - 01.06.1998, Side 63
63 Lygilegar staðreyndir Dókúmentarisminn grundvallast á hlut- lausri miðlun staðreynda. Skráning og útlistun atburða er blátt áfram og án túlkana þess sem heldur á penna. Staðreyndirnar eru látnar tala sínu máli. Ameríski dókúmentarisminn fjallar að langmestu leyti um samtímaviðburði; t.d. verkTrumans Capote, In Cold Blood, sem fjall- ar um aðdraganda fjöldamorða í Bandaríkjun- um og dómsmál sem sigldu í kjölfarið. Frásagn- araðferðin er hlutlaus og vekur þannig lesand- ann til eigin viðbragða. Þær staðreyndir sem mynda heild hinnar amerísku dókúmentarísku sögu eru ekki settar fram til að styðja einhverja túlkun veruleikans sem er fyrirfram gefín held- ur vegna „skáldsögulegs“ gildis þeirra í sjálfum sér. Höfundurinn nálgast efnið gegnum stað- reyndirnar en viðurkennir jafnframt að skiln- ingur hans á því markast af fortíð hans og reynslu auk væntinga um framtíðina sem hvort tveggja verður ekki skilið óháð menningu og tungumáli. Þess vegna heldur rannsakandinn sér utan við efnið eftir fremsta megni á líkan hátt og menn munu kannast við úr Kristnihald- inu. Ein aðferð sem Zavarzadeh rekur sérstak- lega er þegar höfundarnir beita upptökutækni og láta persónurnar tala sínu rnáli. Höfundur- inn læst þá einungis vera skrásetjandi „beint af bandinu". Slíkar sögur virðast sannari en ella því að sögumaðurinn talar beint til lesanda án þess að saga hans fari í gegnum síu opinbers höfundar. Hámarki er slík sagnagerð talin ná í verkum bandaríska mannfræðiprófessorsins Oscars Lewis. Það er ástæða til að rekja verklag þess manns nokkuð ítarlega ekki síst ef ætla má að það hafi ráðið því að Kristnihald undir Jökli varð ekki leikrit heldur skáldsaga. í inngangi athugunar sinnar á lífi fátæklinga í Mexíkóborg, The Children of Sánchez, segir Lewis: Segulbandið sem ævisögurnar í þessari bók eru teknar upp á opnar fyrir nýja tegund þjóðfélagslegra raunsæisbók- mennta. Með hjálp upptökutækisins getur óþjálfuð, ómennt- uð og jafnvel ólæs manneskja talað um sjálfa sig og tengt upplifanir sínar og reynslu blátt áfram og á óheftan og eðli- legan hátt.22 The Children of Sánchez er byggð upp þannig að í inngangi rekur Lewis aðdraganda rannsóknar sinnar og hvernig hann kynntist Sánchez-fjölskyldunni. Hann sér í þeim ákveð- inn samnefnara fyrir fátæklinga Mexíkóborgar auk þess sem einstakir meðlimir fjölskyldunn- ar eru heillandi og athyglisverðir einstaklingar. Meginaðferð þessarar athugunar er að láta við- fangsefni hennar hafa orðið. „Þessi aðferð margfaldra ævisagna miðar einnig að því að draga úr áhrifum rannsakandans á viðfangsefn- ið því sögurnar eru ekki ritaðar gegnum vit- und Bandaríkjamanns af miðstétt heldur með orðum fólksins sjálfs.“23 Ævisögurnar varpa ljósi hver á aðra svo að höfundarþátturinn virðist þurrkast enn frekar út vegna þess að engin afstaða er tekin í textanum um hvað sé rétt eða rangt heldur hafa persónurnar sjálfar orðið. Þetta líkist mjög þeim fyrirmælum sem biskup gefur Umba í upphafi Kristnihaldsins. Umbi: Einhvernveginn verð ég þó að sannprófa það sem þeir segja. Biskup: Ekki sannprófa neitt! Ef menn ljúga, þá það. Ef þeir eru komnir upp með einhverja kreddu, þá þess heldur! Gleymið ekki að fáir eru Iíklegir til að segja nema soldið satt; enginn mjög satt, því síður hreina satt.Töluð orð eru stað- reynd útaf fyrir sig sönn eða login. Þegar rnenn tala þá tjá þeir sjáifa sig hvortheldur þeir ljúga eða segja satt. Umbi: Og ef ég stend þá að lygi? Biskup:Tala aldrei illa um nokkurn mann í skýrslu. Munið að því sem logið er að yður, jafnvel vísvitandi, það er oft merki- legri staðreynd en sönn saga sem menn segja í einlægni. C’) Lewis gerir sér einmitt nokkra grein fyrir því að rannsakandinn sjálfur hefur áhrif á við- fangsefni sitt og að skynjun hans á umhverfinu markast af persónu hans sjálfs þótt hann telji að það megi draga svo mikið úr slíkum tengsl- um að þau hafi ekki bein áhrif á rannsóknirn- ar eða niðurstöður þeirra. Þótt upprunalegur tilgangur rannsóknarinnar sé vísindalegs eðlis urðu tengsl rannsakandans og viðfangsefnisins

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.