Mímir - 01.06.1998, Side 80

Mímir - 01.06.1998, Side 80
80 Aðalfundur Mímis, 17. apríl 1998 í Stúdentakj allaranum Á fundinum sátu sextán félagsmenn auk nokkurra áheyrenda. 1. Hjörtur Einarsson, ritari, las skýrslu stjórn- ar. Skýrla stjórnar er birt í 46. árgangi Mímis 1998. 2. María Sæmundsdóttir, gjaldkeri, lagði fram reikninga Mímis. 3. Boðið var til umræðu um skýrslu og reikn- inga. Upp komu umræður um Árshátíð og hvernig að henni var staðið.Voru rnargir á því að vel hafi tekist en þó heyrðust raddir um að betur færi að íslenskunemar héldu Árshátíð einir og sér. Annars voru menn almennt sáttir við starf stjórnar veturinn 1997-1998. 4. Lagabreytingar. Hluti af stjórn Mímis kom með eftirfarandi breytingartillögur: 1.4. grein breytt svo: Stjórn félagsins skipa fimm menn. Kjósa skal fjóra félagsmenn á aðal- fundi í embætti formanns, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda. Þá skal einn fulltrúi fyrsta árs nema kosinn á sérstökum haustfundi. Að auki tilnefnir ritnefnd einn áheyrnarfulltrúa úr sínum hópi í stjórn. (4.1-3 óbreytt) Kosið var: Tólf kusu með en einn á móti, þrír sátu hjá eða kusu ekki. Tillagan því samþykkt. 2.5. grein breytt svo: Allar kosningar skulu vera leynilegar þó aðeins eitt framboð komi fram. Enginn félagsmanna er kjörgengur til stjórnar meira en tvö ár í röð. Fyrsta árs nemar hafa kosningarétt og kjörgengi á aðalfundi, þá er þeir teljast félagar samkvæmt 2. grein. Lagt til að í stað „Allar kosningar skulu vera leynilega “ korni „Alltaf skal kosið”. Kosið var:Tíu kusu með en sex sátu hjá. Tillagan var samþykkt svo hljóðandi: „Alltaf skal kosið þó aðeins eitt framboð komi fram. Enginn félagsmanna er kjörgengur til stjórnar rneira en tvö ár í röð. Fyrsta árs nernar hafa kosningarétt og kjörgengi á aðal- fundi, þá er þeir teljast félagar samkvæmt 2. grein.” 3.6. grein breytt svo: FELLD NIÐUR. 7. grein verði 6. grein o.s.frv. Kosið var:Tíu kusu með en fimm kusu á móti, einn sat hjá eða kaus ekki . Tillaga samþykkt. 4.11. grein breytt svo: Lögunt félagsins verð- ur aðeins breytt á aðalfundi með samþykkt 2/3 hluta fundarmanna. Aðalftindur er löglegur ef löglega er til hans boðað og ef að minnsta kosti helmingur félagmanna mætir.Tillaga kom um að tillögu yrði breytt þannig að í stað „helmingur félagsmanna” kæmi „þriðjungur félagsmanna” Kosið var um seinni tillögu. Fjórir kusu með en sjö á rnóti, fimm sátu hjá eða kusu ekki. Tillaga felld. Kosið var um óbreytta tillögu. Sex kusu með en þrír á móti, sjö sátu hjá eða kusu ekki. Tillagan var því samþykkt. Kosningar. Fyrst var kosið í embætti for- manns Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum. Stungið var upp á Katrínu Jakobs- dóttur. Hún baðst undan. Stungið var upp á Hjördísi Hilmarsdóttur. Hún skoraðist undan. Stungið var upp á Sverri Friðrikssyni þá ver- andi fyrsta árs nema fulltrúa. Hann játti því. Kosið var og Sverrir einróma kjörinn. Næst var kosið um ritara Mírnis. Hjördís Hilmarsdóttir gaf hins vegar kost á sér í það embætti. Hjördís var einróma kjörin.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.