Nýir pennar - 15.04.1947, Síða 3

Nýir pennar - 15.04.1947, Síða 3
! NÝIR______________________________ PENNAR |T 5 > j[ iERRA minn trúr, eitt enn“, sagði maður nokkur, er hann heyrði um þetta nýja rit. Vér brostum með bjartsýni þess, sem gefur út tímarit á íslandi í fyrst® sinn, og létum sem oss væri algerlega ókunnugt um hinn mikla barnadauða íslenzkra tíma- rita. Þegar maðurinn heyrði, hvers konar rit þetta ætti að vera, andvarpaði hann og sagði: „Þér virðist ætla að dansa línudans einhvers staðar mitt á milli Helgafells og Heimilisritsins. Ég óska yður góðs gengis“. Lesandinn getur dæmt um réttmæti þessa dóms. Sjálíir ætlum vér ekki að lofa neinu til þess að eiga ekki á hættu að svíkja neitt. Vér biðjum lesandann þess eins, að finnist honum ritið eiga hér tilverurétt, þá taki hann næsta hefti heim með sér, er hann rekst á það með vorinu. Látið nafnið ekki villa yður. Þetta er að vísu rit helgað ungum mönnum og þeim, sem vilja vera ungir, en vér tökum nafnið ekki of hátíðlega né bindum oss við að 'standa algerlega undir því. Að svo mæltu talar ritið sínu eigin máli.. , i

x

Nýir pennar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.