Nýir pennar - 15.04.1947, Side 5

Nýir pennar - 15.04.1947, Side 5
hinn smávaxna. sundureyga heims>speking er helzt að finna. Þessi nýja stefna hefur vakið ýmist mikla hrifningu eða megna andúð, en alls staðar at- hygli, hvar sem menn hafa kynnzt henni og rætt hana. Þótt Sai'tre og félagar hans, sem lifa og hrærast á kaffihúsunum á vinstri bakka Signufljóts í París, séu höfundar stefnunnar í nú- verandi mynd sinni, draga þeir enga dul á, að hún er ekki alls kostar ný, og á sér fyrirmynd- ir meðal eldri heimsspekinga. Fremstur þeirra er án efa danski presturinn Sören Kirkegaard, en áhrifa gætir einnig frá Þjóð- verjanum Nietzsche og Frakk- anum Pascal, sem báðir voru miklir svartsýnis- og eíasemda- menn. Sartre ferðast nú um fjarlæg lönd til að flytja fyrirlestra og á erfitt með að forðast átroðn- ing aðdáenda. En fyrir fimm ár- um síðan var hann óþekktur menntaskólakennari í Parísar- borg. Hann er nýlega fertugur að aldri, og á vafalaust eftir að þróast og breytast mikið, ef hann og stefna hans falla þá ekki i gleymsku. Hann gekk á unga aldri í Ecole Normale Swpérieure, einn af erfiðustu menntaskólum Frakklands. Hann útskrifaðist með hæstu einkunn og lagði þá þegar aðal- áherzlu á heimsspeki. Skáldkon- an Simonne de Beauvoire, sem er einn af fremstu stuðnings- mönnum Sartres, varð önnur við prófið. Hann fékk þegar í stað góða kennarastöðu í Le Havre, og notaði ár sín þar vel til þess að lesa rit þýzkra heimsspek- 3

x

Nýir pennar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.