Nýir pennar - 15.04.1947, Page 21

Nýir pennar - 15.04.1947, Page 21
það er, sem tíðast kemur höf- undinum til að yrkja. Því svar- ar hann nokkuð í síðustu vísum þessarar bókar: Ef ég fer að yrkja Ijóð. — Ef þunglyndi grípur hann, er eina ráðið að yrkja það úr sér: Og því ber jafnan þögnin vott um þrek og frið og dug. En ef ég fer að yrkja ljóð, þá er mér þungt í hug. Og þá verður samúð hans með olnbogabörnum lífsins sterkust. í stað þess að finna í sér frið og dug hversdagsstarfanna get- ur hann stundum orðið viðþols- laus af beiskju mannlegs böls og áþjánar. Þá er sama, hvort hann yrkir um húsnæðislausa, at- vinnutæpa sjómenn, ung skáld, sem eins stendur á fyrir, ein- mana stúlku eða einmana hús- móður, ævintýri um óskalönd- in eða þá ættjarðarkvæði, hvar- vetna fylgir skáldið boði Háva- mála: Hvar er þú böl kannt, kveð þér bölvi að, og gef ei þín- um fjöndum frið. Geta má þess, að pólitík dægurmála er ekki í ljóðabókinni, þótt verklýðsmál séu þar með öðru. Söguskilning- ur Heiðreks er marxískur. Af því leiðir meðal annars, að höfð- ingjar þeir, sem hann ræðst á, kúluvambinn í kvæðinu Og dymar lokuðust, — uppskafn- ingurinn í kvæðinu Frá höfn- inni, skáldvitringarnir í kvæð- inu Fyrir dómstóli, dómarar Krists í Jólakvœði, siðaprédik- arinn og stjórnmálaloddarinn Voldugur maður og landráða- kvikindið Pierre Laval, eru ekki tilteknir einstaklingar, þótt La- vai og fleiri fjTÍrmyndir væru það, heldur eru þetta stílfærðir fulltrúar hnignandi borgara- stéttar, höfðingjar falsmenning- ar og fláræðis. Geðhiti skáldsins í eiturköldu háði bítur oft fastar við annan lestur en hinn fyrsta. Hraðinn og sveiflan, sem er á mörgum kvæðunum, nýtur sín bezt, ef maður lærir þau utan að, og sum lærast fljótt og ósjálfrátt. Myndir af atvikum og mönn- um eru einfaldar í gerð og sjald- an seilzt til hins fágæta, en skáldinu er þó lagið að gera þær lifandi og minnistæðar með örfáum orðum. Eins er um lík- ingar, sem eru víðar en flestir taka eftir í fyrstu. Dæmi um meðferð þeirra er lýsing hallar í ljósbjarma kvöldsins, og þar 19

x

Nýir pennar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.