Nýir pennar - 15.04.1947, Qupperneq 28
Alexander Woolcott
Happdrættið um
ungfrú Cosette
ÞETTA ER SAGAN afung-
frú Cosette og liðsforingjaskól-
anum í Saint-Clyr, eins og hún
hefur í marga áratugi verið sögð
í hinum reykugu eldhúsum
franska hersins. Það var fyrir
aldamót, þegar ennþá voru fleiri
Frakkar en útlendingar á litlu
kaffihúsunum við götur Parísar.
Þá brást það varla, að talið
barst að Cosette, Varieté Ma-
demoiselle Cosette, eins og þeir
kölluðu hana, en hún var að
allra dómi girnilegasta kona
Frakkiands. Hinir stöndugri
meðborgarar hennar voru vanir
að lýsa því yfir, að hún væri
ekki beint innilokuð eins og
hirðmey, heldur öllu fremúr al-
manna eign, eins konar eftir-
lætis vinkona alls lýðveldisins.
Það var allt á huldu um upp-
runa hennar. Sumir sögðu, að
hún væri dóttir sjómánns nokk-
urs í Plonbazlanec á Ermar-
sundsströndinni, en aðrir héldu
því fram, að hún væri laundótt-
ir frægrar leikkonu og manns af
konunglegurn ættum. En hvern-
ig sem í því lá, þá fundu hinir
nægjusömu Frakkar dálitla
umbun í hreykni sinni af henni
fyrir hið særða þjóðardramb
sitt. Hermennirnir klipptu
myndir af henni, þar sem hún
sat við borð veitingahúsanna,
út úr ,,L’Illustration“ og límdu
þær upp á veggi í skálum sín-
um. Og ungar, siðsamar stúikur
sýndu unnustum sínum full-
kominn skilning, er þeir sögðu:
„Úr þ ví að ég get ekki fengið
26