Nýir pennar - 15.04.1947, Page 29
ungfrú Cosette, eigum við þá
ekki að hittast klukkan átta við
mylnuna!“ Þær sýndu þeim
skilning, og svo mikið sem álös-
uðu þeim ekki.
Hver einasti maður hafði séð
myndir af villunni hennar Co-
sette í Saint-Cloud, af háa
veggnum, sem var þakinn vín-
viði, og af hinu haglega gerða
fuglabúri. Jafnvel þeir, sem
vissu, að veggurinn var svo hár,
að þeim var vonlaust að klífa
hann nokkru sinni, hugsuðu
bleikir af Öfund um sögurnar,
sem gengu um það, að enginn
karlmaður hefði átt þar nótt, án
þess að hafa þangað með sér
5000 franka. Og þetta var fvrir
aldamótin, þegar frankar voru
frankar, og menn voru menn,
en það var nátengt hvort öðru.
Þessi hvimleiða blöndun feg-
urðar og fjármálavits ungfrú
Cosette gerði liðsforingjaefnun-
um í Saint-Clyr þungt í skapi.
í ljósaskiptunum, þegar þeir
hvíldu sig eftir erfiði dagsins,
töluðu þeir um þetta og þeim
kom saman um, að það væri
næsta raunalegur sannleiki, að
hermannalaunin væru svo lítið,
að enginn þeirra mundi nokkru
sinni bera með til orrustu minn-
„Farðu aftur til Saint-
Clyr og segðu öllum liðs-
foringjaefnunum, að Co-
sette sé kona, sem kann
að hegða sér", sagði hún.
„Þegar þú ert orðinn
gamall maður í Vendée,
þá skalt þú geta sagt
barnabörnum þínum, að
einu sinni á æskuárum
þínum hafir þú þekkt
fegurstu konu Frakk-
lands..."
ingu um fegurstu konu Frakk-
lands, og þó voru það þeir, sem
áttu að vera í broddi fylkingar
í hefndinni miklu. Hvar var það
liðsforingjaefni, sem gat eign-
azt 5000 franka! Þetta var
hreint út sagt hörmulegt. En þá
hrópaði einn þeirra skyndilega
með titrandi röddu qg ljómaði
allur af hrifningu: „Það eru 1000
liðsforingjaefni í Saint-Clyr, og
enginn þeiiua er svo blankur, að
hann geti ekki útvegað 5 franka,
ef tími gæfist!“
Þannig var það, sem Cosette-
söfnunin byrjaði. Það urðu heit-
27