Nýir pennar - 15.04.1947, Side 45
Hver er BRUNO TRAVEN?
ÞAÐ ER ÓSENNILEGT, að
margir íslendingar hafi heyrt
talað um Bruno Traven. Traven
er mexikans'kur rithöfundur,
sem á síðari árum hefur unnið
sér allmikla frægð víða um lönd,
meðal annars fyrir skáldsögur
eins og „The Death Ship“ og
„The Bridge in the Jungle“. En
það einkennilega er, að enginn
veit hver höfundurinn er, eng-
inn hefur sér vitandi séð hann
eða talað við hann og er það
bökmenntaunnendum víða mik-
ið forvitnismál að komast að
þessu.
Esperanza Mateos heitir rúm-
lega þrítug mexikönsk stúlka,
«em er fulltrúi Travens og þýðir
bækui' hans úr ensku (en hann
ritar á ensku) yfir á spönsku.
En hún fæst ekki til að segja
hver Traven er, hvar hann býr
né yfirleitt géfa nokkrar upplýs-
ingar um hann.
Ýmsar tilgátur hafa komið
fram um það, hvers vegna Tra-
ven fari huldu höfði. Sumir
segja, að hann sé holdsveikur
og megi ekki umgangast aðra
menn. Sumir að han sé glæpa-
maður, sem verði að fara huldu
höfði. Aðrir segja, að hann sé
njósnari Stalins, enn aðrir að
hann sé Trotsky-sinni sem sitji
á svikráðum við þjóðfélagið.
Bannig ganga sögurnar, og allt-
af öðru hverju koma mexi-
könsku blöðin með lausnir á
þessari gátu, sem þó allar hafa
reynzt rangar. Traven hefur enn
ekki skýrt frá því, hver hann
sé, og hann er sagður fátækur
maður, þrátt fyrir það, að bæk-
ur hans hafa verið þýddar á
mörg tungumál. Reynist bóka-
útgefendum auðvelt að hafa af
honum rithöfundalaun eða gefa
hann út án leyfis, vegna þess
hve erfitt er áð ná sambandi við
hann.
Mexikanska leikkonan Lupita
Tovar hefur komizt næst því að
sjá þennan dularfulla rithöfund.
43