Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 51

Nýir pennar - 15.04.1947, Blaðsíða 51
ástina. ... Hvað, sem á dagana drífur, mun ég alltaf minnast þín sem göfugasta, bezta og indælasta manns, sem ég hef hitt fyrir“. Þessi orð og önnur jafnþurrfyndin stóðu í bréfinu. Eins og hann vissi ekki, að holdsveiki er alls ekki arfgeng. Honum fannst, að hún hefði heldur átt að skrifa: „Þú ert þess óverðugur að eiga mig. En úr því að Jón á Brekku, sem er einbirni og mun erfa fimm jarðir, vill kvænast mér (þrátt fyrir smávægilega meinbugi), þá samþvkki ég góðfúslega, að lýst verði með okkur á sunnudag- inn. Fölskvalaus ást karlmanns er mér langtum minna virði en þrír jarðarskrokkar með áhöfn“. Hann fékk bréfið um kvöld. Daginn eftir var ekki go(t sjóvcður, -og formaður hans, þessi helvítis skræfa, sat heima. Hann var svo glöggur á sjó, að það benti til ófreskigáfu. Það var vani hans, að bragða vel á sjónum, áður en hann kallaði háseta sína, og þcnna morgun hafði hann sagt og grgtt sig um leið: „Hann var fjandans bragðillur fjörudropinn núna!“ Þann dag gat hann ekki kímt að þessu með hásetunum. Hann þráði ekki kátinuna í verbúðunum, spilamennsku, skinnleik, dans eða hvað það nú var, sem þeir tóku upp á um landlegudaga. Ilitt hefði hann kosið, að róa með mesta sjóhundi veiðistöðvarinnar, fá svo stór brot á skipið, að það brotnaði í spón, sökkva á botnleysu. Þar i rauðamyrkri, grafarþögn og hrikaleik sjávardalanna í ríki hinna þöglu marbendla, myndi hann öðlast nokkurs konar kynngi, — kynngi til að skemmta sér við að seiða öll skip, er fóru um sjó- inn með heitrofa og maurapúka innan borðs, — niður til sin, — niður á botnleysu. Ha, ha, ha. Ha, ha, ha. Og á mararbotninum myndi allt gull, sem maurapúkarnir höfðu meðferðis, fletjast út undan gífurlegu fargi sjávarins, verða að hjómi og þeim til skap- raunar, er þéir reyndu að Safna því, sökum löngunar til að telja peninga. En lygar heitrofanna myndu storkna á vörum þeirra í hljóðlausu rúminu. Og hann skyldi gera þeim báðum skiljanlegt, að eftir þúsund ár eða fyrr myndu þeir verða sóttir og færðir til hins versta brimjökuls í helvíti. Ha, ha, ha. Ha, ha, ha. Eftir lestur bréfsins varð hann annar maður. Einveruþörfin fékk 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýir pennar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.