Nýir pennar

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Nýir pennar - 15.04.1947, Qupperneq 55

Nýir pennar - 15.04.1947, Qupperneq 55
miklu samræmi við paldrana fyrir ofan, að engu var líkara en hann væri einn þeirra. Viðarköstur stóð á hlaðinu. Sperrur úr mörg hundruð sauðum, sem notaðar voru til að spara nagla, hengu í kippu á skemmuþilinu og glytti í. Reykinn lagði beint upp úr strompinum, og lukti friður um bæinn áþekkur og um gamalt hof. Rakur skógarilmurinn yfirgnæfði brennisteinsfýluna úr fljótinu og sandsterkjuna og barst alla leið að vitum mannsins á nöktum bakkanum. Vorið á þessum slóðum hafði alltaf vakið bjartsýni og vonir í sál hans. Hversu oft hafði hann staðnæmzt hér á fljótsbakk- anum, er hann kom úr verinu við ísabrot, varpað frá sér mal og staf og hýrnað í geði sem pílagrími, er Iítur fyrirheitið land. A túnið á Gili sló þegar rauðleitum lit af hófblöðku. Lómar gullu á fljótinu, hvellt kvak himbrima kvað við. Smáfuglasöngur- inn úr skóginum barst sem kórbæn um kirkju. Vermaðurinn spurði sjálfan sig, hvort hann heyrði ekki söng spörvanna, sem hann hafði kann ske haldið lífinu í með moði í vetrarhörkum stundum, og hvort hann fyndi eigi samúð húsbænd- anna á Gili. Hvaða vermanni höfðu verið sendir hestar í verið nema honum? Til þessa hafði hann komið gangandi úr verinu ótal dagleiðir eins og aðrir vermenn með byrði á bakinu. Fiskur vermanna, skrínur þeirra og skreið var ekki sótt fyrr en á lestun- um, er komnir voru góðir hagar. En Gilshjónin höfðu bara vor- kennt honum nú. Maðurinn rak upp kuldahlátur. Fyrir samúð og vorkunn gaf hann ekki mikið. Hún var honum til lítils annars en angurs. Síðan hann fékk bréfið, hafði honum aldrei tekizt að gleyma unnustunni nema hálfa stúnd í senn og þá einungis við árina. Þess er ekki að vænta, að músarrindlakvak eða greiðasemi bæti mér upp unnust- una, hugsaði hann. Hann reyndi að leggja við hlustirnar og heyra bergmál af sam- tali sín og unnustunnar á fornum ástafundum í skóginum. Hann sá þau fyrir sér, er þau leiddust í góðviðri að vorlagi. Hún kvaðst ætla að rækta villilin úr skógarjaðrinum í akri heima og vinna honum úr því mjallhvítar skyrtur. Hún kvaðst ætla að laga hon-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Nýir pennar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýir pennar
https://timarit.is/publication/1954

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.