Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 7

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 7
B E R G M Á L 1 9 5 5 ------------ ---------- sömu komu ekki nema einu sinni heim með mér. Er ég var komin um fermingu opnuðust augu mín fyrir því, að mamma væri í raun og veru metnaðargjörn og stefndi stöð- ugt að því að komast hærra og hærra í þjóðfélagsstiganum. Hún lagði mikla áherzlu á að koma sér í kynni við áhrifa- fólk, hina svokölluðu betri borg- ara, og lagði oft hart að sér við störf í hinum og þessum félög- um til að fá hrós fína fólksins fyrir. Þótt mér finnist það furðulegt nú, þá hugsaði - hún í raun og veru miklu meira um það hvað óviðkomandi fólk segði og hugs- aði um hana, heldur en hitt hvað hennar nánustu finndist, og hún tók miklu meira tillit til annarra heldur en fjölskyldu sinnar. Oft kom það fyrir er pabbi lá þungt haldinn í rúm- inu, að hún var á þönum út og suður við störf í einhverjum fé- lögum, en ég gerði það sem í mínu valdi stóð fyrir pabba. Samt sem áður fannst henni hún aldrei geta gert nógu mikið fyrir þessa svonefndu vini sína, Smátt og smátt fór ég þó að stæla mömmu í einu og öllu, meira að segja að halda fólki í hæfilegri fjarlægð með þótta- fullum svip, ef ég áleit að það byggi ekki við eins góð lífskjör eins og við, og um það leyti sem ég varð átján ára, var vinahópur minn aðeins fáeinir útvaldir. Enda áminnti mamma mig oft um að umgangast aðeins þá, sem ég áliti hina réttu vini. Ég komst þá í tennisklúbb, sem aðeins var fyrir sterk-efnað fólk, mömmu tókst einhvern veginn að troða mér þar inn í gegnum kunnings- skap. Ég var látin læra reiðlist og að renna mér á skautum, eða yfirleitt allt það, sem heldra fólk tamdi sér og teljast varð nauðsynlegt að ung heimasæta kynni til að geta talizt fullkom- lega gjaldgeng í öllu sam- kvæmislífi. Svo var það eitt sinn við morgunverðarborðið að mamma fékk nýja hugmynd. „Þú þarft að læra að aka bíl, Cynthia,“ sagði hún. „Margir af vinum okkar eiga einkabíla og ég vil ekki að þú fáir minnimáttar- kennd gagnvart þeim.“ „Ég hef nú ekki efni á því að gefa Cynthiu bíl,“ sagði pabbi vingjarnlega, „en auðvitað get ég kennt henni á minn bíl.“ Mömmu fannst það hin mesta fjarstæða að pabbi kenndi mér á sinn bíl og vildi að mér væri fenginn löggiltur bílaaksturs- 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.