Bergmál - 01.05.1955, Page 11

Bergmál - 01.05.1955, Page 11
Bergmál 1 9 5 5 -------------------------- fyrr, sem saklaus og eðlileg kynning ungmenna. Því að mér varð nú ljóst, að við Terence höfðum í raun og veru aldrei verið ástfangin hvort af öðru. Ef við hefðum verið það, þá væru tilfinningar okkar aðrar nú. Terence ók mér að næsta götu- horni við heimili mitt og ég hljóp við fót, alla leiðina heim og vonaði að foreldrar mínir væru háttaðir. Mér brá ónotalega er ég kom heim undir húsið og sá ljós í stofunum. Skyldu vera gestir? Mér væri ómögulegt að heilsa þeim nú. Ég opnaði útidyrnar með hægð, en þó ekki nógu gætilega. „Cynthia?“ rödd móður minn- ar var hvöss. „Já,“ svaraði ég, um leið og ég gekk á leið upp stigann. „Viltu gjöra svo vel og koma hingað inn, Cynthia.“ „Ég ætla að fara að hátta, mamma. Ég er þreytt.“ „Komdu hingað inn, þegar í stað.“ Gremjan í rödd mömmu var svo augljós, að ég gat ekki ann- að en hlýtt. Mamma og pabbi voru bæði inni í setustofunni. „Hvar hefir þú verið?“ spurði Mér var nú orðið það Ijóst, að við Terence höfðum aldrei elskað hvort annað. mamma hörkulega. Hún hallaði sér fram í stólnum og kreppti hendurnar utan um stóíbrik- urnar. Ég hafði það á tilfinning- unni að mér þýddi ekki neitt að Ijúga —• ekki lengur.“ 9

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.