Bergmál - 01.05.1955, Síða 14

Bergmál - 01.05.1955, Síða 14
Maí B ER G M Á L----------------- gegn því ef eitthvað skyldi kvis- ast um mig, því að mamma var þá þegar sannfærð um að Ella frænka myndi fást til að taka að sér barn mitt. Mamma sagði pabba sömu söguna og hún sagði vinum sín- um. Hann átti ekki að fá neitt að vita um ástand mitt. Hver vissi nema hann kynni að tala af sér. Á leiðinni til frænku í járn- brautarvagninum hugsaði ég án afláts: Þetta getur ekki verið satt. Ég hlýt að vakna og kom- ast að því, að þetta er aðeins draumur, og ég geng í raun og veru alls ekki með barn. Og jafnframt varð mér hugsað til annarra ungra stúlkna, sem lent höfðu í vandræðum, enda þótt ég vildi alls ekki hugsa um það. Þá hafði fólkið alltaf snuðrað það uppi. Hendur mínar voru þvalar og máttvana. Ég myndi aldrei geta litið glaðan dag framar ef fólk kæmist að því hversu ástatt var fyrir mér. Hvernig myndi hafa farið fyrir mér ef mamma hefði ekki verið við hendina og komið því svo fyrir, að senda mig á brott? Ef til vill, hugsaði ég með hryll- ingi, kemst fólkið að þessu samt. Einu sinni á leiðinni varð ég gripin óviðráðanlegri örvænt- ingu út af þessu öllu og ákvað að snúa við og biðja Terence að giftast mér. Ég var sannfærð um að hann myndi gera það. En andartaki síðar hafði ég breytt um skoðun á ný. Ég elskaði hann ekki. Nei, þetta var eina leiðin. Mamma myndi sjá um að eng- inn kœmist að leyndarmdlinu, jafnvel enn frekar sín vegna, heldur en mín vegna. Ella frænka var alúðleg, en hún var jafnframt heiðarleg í hugsun. Hún sagði mér að sér finndist að ég ætti að hugsa mig vel um og gera mér ljóst hvað ég væri að leggja út í. „Þú ætlar að gefa frá þér einkabarn þitt, hold af þínu holdi og blóð af þínu blóði,“ sagði hún. „Ég lof- aði móður þinni því að ég skyldi taka barnið að mér. Við gömlu hjónin höfum bæði yndi af börn- um og við höfum oftar en einu sinni rætt um að taka kjörbarn. En ég vil að þú hugsir þig vel um fyrst. Þú verður að vera alveg viss um að þú viljir ekki halda barninu sjálf, þegar allt kemur til alls.“ „Nei,“ greip ég fram í fyrir henni. „Það kemur aldrei til — ég mun aldrei vilja halda barn- inu hjá mér — aldrei.“ Og skyndilega setti að mér ákafan grát. Ella frænka tók 12

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.