Bergmál - 01.05.1955, Qupperneq 15

Bergmál - 01.05.1955, Qupperneq 15
Bergmál 1 9 5 5 ----------------------- utan um mig. Ég held að hún hafi fundið það þá, að ég myndi fylgja fyrirmælum mömmu út í yztu æsar, hvað sem á dyndi. Ég eignaðist dóttur, og mán- uði síðar hélt ég heim. Og jafn- skjótt og ég var komin heim ákvað ég að gleyma öllu sem gerzt hafði undanfarna mánuði, því að mér fannst skömm að því öllu. Daginn eftir að ég kom heim var kalt í veðri og hríðarmugga öðru hverju. Ég fór þá í göngu- ferð og nú fyrst fannst mér ég geta hugsað um framtíðina. Ég lokaði augunum og lét snjóflyks- urnar falla á andlit mitt, en í sama mund rakst ég harkalega á einhvern. Þetta var ungur og myndar- legur maður, sem ég hafði aldrei séð fyrr. Við báðum hvort ánnað afsökunar samtímis og hlógum því næst bæði. Við tók- um tal saman og að lokum bauð hann mér kaffi með sér í næsta veitingahúsi. Nafn hans var Harry Hunter og reyndist hann vera hinn nýji verkfræðingur staðarins. Mér geðjaðist mjög vel að þessum manni og að kaffi- drykkju lokinni fylgdi hann mér heim að dyrum. En svo að ég fari fljótt yfir sögu, þá fór Harry brátt að bjóða mér út með sér og áður en langt leið, var ég orðin óstjórnlega ástfangin af Harry, enda var hann í alla staði yndislegur maður. Auk þess skal ég taka það fram til þess að vera full- komlega einlæg, að Harry var af góðum ættum og upprenn- andi stjarna í þjóðfélaginu, hvers manns hugljúfi, svo að jafnvel mamma leit á hann með íullkominni velþóknun. Á páskunum um vorið gift- umst við Harry. Ég var ákaflega hamingju- söm, en þó varð mér við og við hugsað til þess hversu fara myndi ef Harry kæmist að því sem grafið var í fortíð minni. Ég vonaði að hann kæmist aldrei að hinu sanna, því að ég mátti ekki til þess hugsa, að skugga bæri nokkru sinni á hamingju okkar. Við höfðum verið gift í eitt ár þegar Elizabeth fæddist og tveim árum síðar fæddist Helen. Við vorum svo glöð og ham- ingjusöm, að stundum óttaðist ég þessa fölskvalausu hamingju og fannst að einhvers staðar hlyti að bera skugga á, en ég gat samt ekki séð neina ástæðu til að ætla slíkt. 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.