Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 20

Bergmál - 01.05.1955, Blaðsíða 20
M A í B E R G M Á L-------------------- barni. Ég ætlaði að sækja hana hvaða afleiðingar sem það kynni að hafa á líf mitt og hjónaband mitt. Þetta kvöld, eftir að telpurn- ar voru háttaðar, sagði ég Harry allt af létta. Hann sat grafkyrr og hlustaði þar til ég hafði lokið máli mínu. „Ég verð að fara og sækja Thelmu og hafa hana hjá mér hér eftir, Harry,“ sagði ég að lokum. „Hún er dóttir mín og ég elska hana. En þú — þér er frjálst að skilja við mig. Eng- inn myndi álasa þér fyrir það. Eftir að ég hefi logið svona í Þig-“ Skyndilega varð mér að fullu ljóst hvað það þýddi fyrir mig, ef Harry skildi við mig og ég varð lostin slíkri örvæntingu, að ég vissi það að ég myndi þá og þegar fara að kjökra og biðja hann að yfirgefa mig ekki. „Cynthia, hlustaðu á mig,“ sagði Harry rólega. „Ég hefi lengi undanfarið vitað, að eitt- hvað amaði að,“ byrjaði hann. „Og smátt og smátt varð mér sannleikurinn ljós. Ég hef bar- izt við að halda í þá von að grunur minn hefði ekki við rök að styðjast, en — en ég lagði saman tvo og tvo. Og þegar þú komst frá jarðarför frænku þinnar, þá fann ég að skórinn kreppti einhvers staðar meira en lítið, þú varst svo óstyrk og hrjáð. Auk þess talaðir þú svo mikið um Thelmu.“ „Ég taldi sjálfum mér trú um, að það væri fásinna að gruna þig um að hafa leynt mig sann- leikanum öll þessi ár. Ég blygð- aðist mín meira að segja fyrir að tortryggja þig. Þrátt fyrir það gat ég ekki að mér gert.“ „En hvers vegna — hvers vegna sagðir þú ekki eitthvað?“ „Ég var að bíða eftir því að þú gætir af sjálfsdáðum losað þig við þá martröð falskra verð- mæta, sem á þig var lögð í upp- vextinum. Ég gat ekki skilið að þér væri mögulegt að halda því áfram að afneita þínu eigin barni og firra það allri ást og umhyggju aðeins vegna þess að þú værir hrædd við hvað fólk myndi segja. Ég fann það að aldrei mundi gróa um heilt á milli okkar hér eftir, nema því aðeins að þú segðir mér allan sánnleikan ótilkvödd.“ Ég var nokkra stund að átta mig til fulls á orðum hans, svo leit ég á hann svolítið vonbetri. „Harry — þú — þú átt við ... . “ „Ég á við það að við gengum að eiga hvort annað og hvorugt okkar er fullkomið," sagði hann 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.