Bergmál - 01.05.1955, Síða 41

Bergmál - 01.05.1955, Síða 41
Bercmál 1 955 ------------------------ inn,“ segir hann. Faðirinn setur Áka á kné sér og strýkur skeggbroddunum við kinn hans. „Hvað vilt þú, karl- inn minn,“ segir hann og það er eins og tungan í honum sé mátt- laus, því að honum gengur illa að tala skýrt. „Ég er að ná í peninga.“ Faðirinn setur hann á gólfið og hlær hátt og hrottalega, því næst tekur hann upp budduna sína og fær Áka eina krónu. „Hérna, Áki minn, farðu nú út og kauptu þér gott.“ Hinir vilja ekki vera minni menn og gefa Áka líka sína krónuna hver. Áki kreistir hend- ina utan um þessar fjórar krón- ur og læðist út úr kránni, bæld- ur af smán og meðaumkun með sjálfum sér. Hann er logandi hræddur um að einhver af skólabræðrum hans sjái hann koma út úr kránni, þá mundu þeir hæðast að honum í skól- anum. Hann er lengi á leiðinni heim, loks beygir hann inn í götuna og sér augnaráð móðurinnar uppi í glugganum. Hann gengur eins hægt og hann þorir og þegar hann er nærri kominn heim fer hann að horfa inn um glugga, sem er nærri niður við gangstétt. Að lítilli stund liðinni er þrifið í öxl hans, það er móðirin. „Hvað sagði hann?“ hvíslar hún. „Hann sagðist koma rétt strax.“ „En hvar eru peningarnir þá?“ „Lokaðu augunum, mamma," segir Áki og leikur síðasta leik- inn. Þegar hún lokar augunum, leggur hann krónupeningana fjóra í framrétta hönd hennar og tekur því næst til fótanna, sem þó eru hálf máttvana af hræðslu. Hróp hennar ná honum og hækka sífellt, en hann hægir ekki á sér, heldur herðir hlaupin svo sem hann má. ★ Prestur fór eitt sinn í húsvitjun og hitti þá svo á, að hjón, sem hann heimsótti voru að rífast með hávaða og látum. „Vinir mínir,“ sagði prestur, „slíkt framferði sæmir ekki kristnu fólki.“ Því næst benti hann á hundinn og töttinn, sem báðir sváfu í friði og spekt framan við arineldinn. „Sjáið þessa tvo, þeir elska sátt og samlyndi." „Já,“ sagði húsbóndinn i skyndi. „En reynið bara að binda þá saman og sjáið svo hvað gerist." ★ Ekkert er eins auðvelt og það að velja eiginkonu — handa öðrum. 39

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.