Bergmál - 01.05.1955, Qupperneq 56

Bergmál - 01.05.1955, Qupperneq 56
M A í B E R G M Á L nú einnig á fætur og opnaði dyrnar fyrir hana. „Látið mig ekki tefja yður með þessu slúðri.“ „Ég hafði mikla ánægju af samræðunum," sagði Christine alúð- lega. Hann lifnaði allur við. „Það var gaman að heyra það. En mig langar til að segja við yður eitt aðvörunrorð . .. .“ Hann þagnaði skyndilega er hávaxin, dökkhærð kona í harðstífuðum einkennis- búningi kom með allmiklu fasi eftir ganginum í átt til þeirra. „A-ha, þar kemur yfirhjúkrunarkonan. — Góðan daginn, yfirhjúkrunar- kona. Þér hafið víst ekki enn verið kynntar fyrir nýja kvenlæknin- um okkar, doktor Dunbar?“ „Nei,“ svaraði yfirhjúkrunarkonan og var rödd hennar kuldaleg en þó kurteisleg. „Ég hefi ekki verið kynnt fyrir henni.“ Doktor Faber kynnti þær formlega og rétti yfirhjúkrunarkonan frarn hönd sína, hvíta og vel hirta. Austurríski doktorinn hafði ekki ýkt neitt, er hann sagði að hún væri mjög lagleg kona. Undir hvítum höfuðfaldi hennar glampaði á hrafnsvart hár. Augu hennar voru djúpstæð, brún og leiftrandi. Hún virti Christine fyrir sér með nokkurri forvitni. Enginn alúðarvottur sást í þessum fögru augum og brosið sem lék um munn hennar er Christine heilsaði henni var laust við alla mýkt, en háttvísi hennar brást ekki. Christine brá nokkuð er hún þekkti, að þetta var sama hjúkrunarkonan og hún hafði séð úti kvöldið áður, enda þótt allt annar svipur hvíldi yfir þessu and- liti nú. v Greina mátti dálítil viðbrigði hjá henni er hún heyrði rödd Christinar, svo að augljóst var, að einnig hún þekkti þessa konu aftur, sem hún nú var kynnt fyrir. — Ungfrú Grainger hafði að vísu ekki séð doktor Dunbar í skugga trjánna kvöldið áður, en hún hafði heyrt rödd Christinar, er hún hafði svarað hrópum Davids Blair. Hún þekkti áreiðanlega röddina á ný og mundi hvar hún hafði heyrt hana fyrr. En þrátt fyrir það hafði hún fullt vald yfir rödd sinni er hún sagði: „Það gleður mig að kynnast yður, doktor Dunbar. Ég hefi þegar heyrt mikið um yður. Doktor Blair hefir talað heilmikið um yður.“ 54
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.