Bergmál - 01.05.1955, Síða 57

Bergmál - 01.05.1955, Síða 57
B E R G M Á L 1955 Það var sem leyndist dulin ógnun í rödd hennar og dökku augun hermar voru ögrandi. Ég skil, hugsaði Christine, hún er að gefa mér í skyn, að ef ég nefni einu orði það sem ég sá í gærkvöldi þá muni hún sjá til þess, að sá orðrómur komist á kreik, að ég sé þegar farin að daðra við doktor Blair. Hún er óforskömmuð, hugs- aði Christine reiðilega. Jafnframt flaug það um huga hennar að þessi háa, granna og skapfasta kona myndi vera mjög hættulegur andstæðingur. Einhverjir drættir um munn hennar minntu á hörku og ósveigjanlegt skap. Christine var gröm sjálfri sér fyrir þessar hugsanir og virtist stutt í spuna er hún sagði: „Ég verð að biðja yður að hafa mig afsakaða, yfirhjúkrunarkona. Doktor Gordon á von á mér klukkan níu, og það mun vera komið að þeim tíma.“ „Klukkan er fimm mínútur yfir níu,“ sagði yfirhjúkrunarkonan. „Ég skal fylgja yður til hans, ég fer venjulega á stofugang með doktor Gordon.“ Hún smeygði sér fram hjá Christinu og gekk á undan henni að skrifstofu doktors Gordons. Þær heyrðu snubbótta rödd hans er hann bauð þeim að ganga inn, en það lyftist á honum brúnin er hann kom auga á yfirhjúkrunarkonuna. „Ah, yfirhjúkrunarkona!“ sagði hann glaðlegri röddu. „Þið hafið þá verið kynntar, þér og doktor Dunbar.“ Hann leit á þær til skiptis, og Christine stóð sig að því að vera að brjóta heilann um það, hvort hann væri sá karlmaður, sem hún hafði séð faðma yfirhjúkrunar- konuna að sér kvöldið áður. En hún komst að þeirri niðurstöðu að það gæti tæplega hafa verið hann. Hann var þriggja álna maður, en sá sem hún hafði séð hafði verið lítið eitt hærri en yfirhjúkrunar- konan. Auk þess hafði hún séð hann með doktor Faber í anddyrinu. Alex Gordon sagði eitthvað og Christine vísaði þessum hugs- unum á bug. „Afsakið, doktor, ég heyrði víst ekki hvað . ... “ Hann leit snöggt á hana og var auðséð að hann var bæði undr- andi og gramur. „Ég sagði, að ég væri boðaður á fund doktor Kennans klukkan fimmtán mínútur yfir níu, svo að ég verð að fresta stofugöngu minni. Yfirhjúkrunarkonan gæti sýnt yður sjúkrahúsið á meðan. Ég mun gera boð fyrir yður þegar ég er laus.“ Christine þakkaði honum fyrir og sneri sér að Grainger yfir- hjúkrunarkonu, olli það henni nokkurrar undrunar að sjá óvæntan 55

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.