Bergmál - 01.05.1955, Page 58

Bergmál - 01.05.1955, Page 58
M A í Bergmál undrunar- og spurnarsvip á andliti hennar, sem annars virtist að jafnaði svipbreytingalaust. Andartaki síðar sáust engin merki undrunar á yfirhjúkrunarkonunni. Hún var fljót að ná valdi yfir svip sínum, og sagði hún nú, ekki óvinsamlega: „Vissulega, doktor Gordon, ég skal með ánægju sýna henni sjúkrahúsið.“ „Ágætt, ágætt,“ sagði doktor Gordon og mátti glöggt greina ánægjuhreim í rödd hans. Christinu kom það svo á óvart að heyra þennan mann tala þannig, að hún leit snöggt til hans. Hana grun- aði, að hann hefði af ásettu ráði komið því svo fyrir, að hann yrði að fresta stoíugöngu sinni og hann hefði einhverja dulda ánægju af því að senda hana á brott í fylgd með yfirhjúkrunarkonunni. En engin svipbrigði urðu greind á andliti hans. 7. kafli. Undarlegt atvik. Sjúkrahúsið virtist að vísu stórfengleg bygging, séð að utan, en Christine hafði þó ekki gert sér ljóst að fullu hvílík risastofnun þetta var fyrr en hún hafði fylgzt með yfirhjúkrunarkonunni um endalausa ganga um þvert og endilangt húsið: Byggingin var í þrem aðal-hlutum, viðamikil miðbygging með tveim álmum. Þarna voru, auk hinna rúmgóðu og mörgu sjúkra- herbergja, fjöldi íbúðarherbergja starfsfólks, stór skurðstofa með öllum nýjustu og fullkomnustu tækjum, matsalur sjúklinganna og í annarri álmunni var önnur hæðin algjörlega helguð ýmsum vinnu- stofum fyrir sjúklinga og var þar kennt: vefnaður, körfugerð, út- saumur, smíðar og yfirleitt allt milli himins og jarðar. Yfirrjúkrunarkonan byrjaði á því að sýna Christinu vinnuher- bergin og að liðinni klukkustund komu þær loks að kvennadeildinni. Christine hafði mikinn áhuga fyrir að reyna að kynnast sem bezt þeim sjúklingum, sem þarna voru og nam staðar við hvert rúm og sagði nokkur orð við viðkomandi sjúkling. 56

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.