Bergmál - 01.05.1955, Side 60

Bergmál - 01.05.1955, Side 60
Sekgmál M A í „Svo er að sjá,“ samsinnti Christine. „Ég má ekki tefja yður meira, yfirhjúkrunarkona. Þér hafið verið mjög vinsamlegar, að eyða svo miklum tíma í mig. Ég er yður mjög þakklát.“ Hún brosti alúðlega og af heilum hug, en yfirhjúkrunarkonan hneigði aðeins höfuð sitt, eins og sá sem þiggur þakklæti fyrir sjálfsagða þjónustu, eins og það hefði verið einstakur greiði. Það var engin hlýja í brosi hennar og enginn vottur vináttu í dökkum augunum. „Ef til vill mætti ég bjóða yður tesopa inni í íbúð minni klukkan eitt,“ sagði hún. „Þá gefst yður tækifæri til að kynnast tveim eldri hjúkrunarkonum, þær koma venjulega til mín um það leyti.“ Á meðan hún sagði þetta gekk hún að hvítri hurð og opnaði hana, þar inn af voru enn nokkur einkaherbergi. „Hér höfum við þrjá eða fjóra hættulega veika menn,“ sagði hún og kinkaði kolli til hjúkrunarmanns, sem sat þarna við borð. „Þetta er herra Matthews hjúkrunarmaður.“ Maðurinn hafði staðið á fætur um leið og þær komu inn og spurði hana nú einhverrar spurn- ingar í hálfum hljóðum. Yfirhjúkrunarkonan kinkaði kolli eins og viðutan. „Já, ég kem strax,“ sagði hún. „Viljið þér gjöra svo vel og fara til hans? Ég' kem á eftir yður strax og ....“ Hún sneri sér að Christinu strax og maðurinn var farinn. „Viljið þér gjöra svo vel og afsaka mig, doktor Dunbar? Ég verð ekki lengi.“ Hún hugsaði sig um andartak og leit á armbandsúr sitt. „Klukkan er ekki orðin ellefu enn. Ef til vill hefðuð þér ánægju af að ræða við einn af sjúklingum doktor Blairs, sem er hér á þess- um gangi, ungfrú Coates litla. Hún er í herbergi nr. 17. Ég get vel hugsað mér að þér munduð hafa áhuga fyrir henni. Doktor Blair er sennilega þar inni núna, svo að hann gæti þá lýst sjúkdómnum fyrir yður og kynnt yður sjúklinginn.“ Hún barði að dyrum á herbergi númer 17, opnaði dyrnar og vék til hliðar svo að Christine gæti gengið fram hjá henni inn í her- bergið. „Doktor Dunbar er kominn hér til að hafa tal af yður, ungfrú Coates,“ tilkynnti hún, án þess að ganga inn fyrir. Hún greip um handlegg Christinar og þær stóðu nú hlið við hlið í dyrunum, sem voru opnar til hálfs. 58

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.